Advertisement
Kynning á ný útkominni bók Helga Hall.Foldarskart sem fjallar um íslenskar blómplöntur í máli og myndum, að undanskildum grasleitum plöntum, sem hafa óveruleg blóm. Lýst er um 300 tegundum, sem hér hafa vaxið frá alda öðli, rakin saga þeirra, þ.e.s. nýting, nöfn, o.fl. Auk þess er getið um 240 tegunda, sem hafa numið hér land á síðustu einni og hálfri öld, eða hafa verið hér lengi í ræktun, flestum þeirra er stuttlega lýst.
Um 500 ljósmyndir eru í bókinni.
Birt er ágrip af sögu grasafræði á Íslandi, sem ekki hefur áður sést á prenti.
Bókin er ekki flóra í venjulegum skilningi, þó eflaust geti hún notast til að greina flestar tegundir blómplantna.
Tilgangur hennar er fyrst og fremst að vekja athygli almennings á blómskrúði lands okkar.
Í tilefni af útgáfunni verður kynning á Foldarskarti í gamla bænum á Elliðavatni.
Helgi og fjölskylda hans ásamt útgefenda munu kynna bókina
og bjóða upp á léttar veitinga.
Allir velkomnir
Hlökkum til að sjá ykkur
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Elliðavatn, Skógræktarfélag Reykjavíkur, Reykjavík, Iceland