Advertisement
Í tilefni útgáfu fyrstu skáldsögu Nínu Ólafsdóttur, Þú sem ert á jörðu, verður blásið til útgáfuhófs í Pennanum Eymundsson í Austurstræti fimmtudaginn 11. september kl 16:30.Þú sem ert á jörðu er skáldsaga sem fylgir lífshlaupi konu sem elst upp á heimskautasvæði á tímum mikilla umhverfis- og samfélagsbreytinga. Líf hennar tekur stakkaskiptum og hún flækist inn í atburðarás sem flytur hana yfir heimshöfin. Á einmanalegri ferð sinni um ólík vistkerfi sér hún gjörbreyttan heim og rifjar upp örlög horfinna ástvina, sem og heimsins sem hún kveður.
Léttar veitingar verða í boði, höfundur les upp og áritar og bókin verður á sérstöku útgáfutilboði.
Við hlökkum til að sjá ykkur!
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Eymundsson Austurstræti, Austurstræti 18, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland