Advertisement
Mánudaginn 14. apríl kl. 17:00 fer fram í Stúdentakjallaranum útgáfufagnaður Hugar – tímarits um heimspeki. Þemað er að þessu sinni „tækni“. Ritstjóri er Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson.Á útgáfuhófinu mun Þórhallur Magnússon kynna gervigreindar-hljóðfæri sem hann hefur þróað í verkefninu Intelligent Instruments. Að því loknu munu Þórhallur og Eyja Margrét Jóhönnu Brynjarsdóttir ræða um gervigreind. Sigríður Þorgeirsdóttir mun einnig kynna þýðingu sína og ræða um Simone Weil og athyglina.
Hugur er eins og alltaf fullur af áhugaverðu efni.
Tímaritið hefst á viðtali sem Aþena Ýr Ingimundardóttir og Gamithra Marga tóku við Þórhall Magnússon um gervigreind, sköpun og stöðu hugvísindanna.
Haukur Már Helgason, Eyja Margrét Jóhönnu Brynjarsdóttir, Vilhjálmur Árnason, Mikael Lind og Davíð Kristinsson birta hugleiðingar um tæknina í heimspekimolum.
Í tímaritinu eru einnig tvær ritrýndar greinar. Sú fyrri er eftir Sigurjón Bergþór Daðason um tímavitund í heimspeki Edmund Husserl. Einnig birtist grein eftir Ólaf Pál Jónsson þar sem hann tekur til varna fyrir hluthyggjuna.
Það birtast einnig þrjár nýjar þýðingar í tímaritinu. Björn Þorsteinsson hefur þýtt texta Eugen Fink „Greining umleikans og hugspeglunarvandinn“. Sigríður Þorgeirsdóttir og Björn Þorsteinsson birta þýðingu á „Hugleiðingar um rétta nálgun í námi með tilliti til ástar á Guði“ eftir Simone Weil, en Sigríður ritar einnig inngang. Síðan hafa Stefán Bessason og Elmar Geir Unnsteinsson þýtt „Merkingu“ eftir Paul Grice.
Að lokum eru þar tveir ritdómar um nýleg verk. Emma Björg Eyjólfsdóttir fjallar um Dýralíf eftir J.M. Coetzee og Sigríður Þorgeirsdóttir skrifar um Verufræði eftir Björn Þorsteinsson.
Hittumst, gleðjumst og spjöllum saman um heimspeki!
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Stúdentakjallarinn, Sæmundargata 4, 102 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland