Upprásin 15. apríl - Smjörvi, Matching Drapes og Blairstown

Tue, 15 Apr, 2025 at 08:00 pm UTC+00:00

Austurbakki 2, 101 Reykjavík, Iceland | Reykjavík

Harpa Reykjavik Concert and Conference Centre
Publisher/HostHarpa Reykjavik Concert and Conference Centre
Uppr\u00e1sin 15. apr\u00edl - Smj\u00f6rvi, Matching Drapes og Blairstown
Advertisement
Harpa, í samstarfi við Tónlistarborgina Reykjavík, Rás 2 og Landsbankann, stendur fyrir nýrri tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar, þvert á tónlistarstefnur. Tónleikaröðin kallast Upprásin og fer fram í Kaldalóni eitt þriðjudagskvöld í mánuði veturinn 2024-2025. Hún fer nú fram annað árið í röð og munu samtals 27 hljómsveitir koma fram, þrjár á hverju tónleikakvöldi.
Tónleikaröðin er liður í því að framfylgja dagskrárstefnu Hörpu um bætt aðgengi grasrótar og ungs fólks í öllum tónlistargreinum og auka við fjölbreytni. Markmiðið er einnig að tónlistaráhugafólk geti gengið að því vísu að heyra fjölbreytta nýja íslenska tónlist, beint úr grasrót tónlistarlífsins, flutta við kjöraðstæður í tónlistarhúsi þjóðarinnar.
Á þessum tónleikum koma fram Smörvi, Matching Drapes og Silkikettirnir
Miðaverð er aðeins 2000 kr. en hægt er að leggja til hærri upphæð í miðasöluferlinu sem rennur beint til listafólksins.

Smjörvi
Smjörvi, rísandi stjarna í íslensku senunni svífur átakalaust gegnum stefnur og strauma með viðmóti sem er töfrandi og veitir innblástur. Frumraun hans, breiðskífan “svo heilagt!” var tilnefnd til Grapevine tónlistarverðlaunanna 2024, en breiðskífan er tilraunakennd og undir áhrifum frá hversdeginum og öllu því sem verður á vegi Smjörva.
Matching Drapes
Matching Drapes er post-pönk indíband sem var upphaflega stofnað sem hluti af verkefni í BIMM háskólanum í Berlín af Arndísi Rán og Jacquie Hirt árið 2023. Sveitin hefur svo þróast og er nú fullskipuð með Liam Harrison á sólógítar, Toby Savill á rythmagítar, Nicolas Liebling á bassa og Adrian Lizarraga á trommum. Sveitin ber með sér fjölbreyttan tónlistarstíl og ögrar karllægum gildum með kraftmikilli framkomu og grípandi melódíum.
Blairstown
Blairstown er hljómsveit sem var stofnuð fyrir lokaverkefni í hljóðupptökunámi í Studió Sýrlandi. Splunkunýja hljómsveitin stefndi á upptökur og bókuðu stúdíó, en úr varð að allir meðlimir sveitarinnar gleymdu að þeir hefðu stofnað hljómsveit og neyddust til að semja allt efnið daginn fyrir upptökur. Meðlimir í Blairsworn eru Hlynur Sævarsson, Magnús Már Newman og Alexander Grybos.
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Austurbakki 2, 101 Reykjavík, Iceland, Austurbakki 2, 101 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland

Tickets

Sharing is Caring:

More Events in Reykjavík

Kvartett Helgu Laufeyjar \u00e1 M\u00falanum
Wed, 16 Apr, 2025 at 08:00 pm Kvartett Helgu Laufeyjar á Múlanum

Harpa Concert Hall and Conference Centre, 101 Reykjavík, Iceland

Samflot \u00ed Brei\u00f0holtslaug
Wed, 16 Apr, 2025 at 08:30 pm Samflot í Breiðholtslaug

Austurberg 3, 111 Reykjavík, Iceland

Jesus Christ Superstar - F\u00f6studagspart\u00eds\u00fdning!
Fri, 18 Apr, 2025 at 09:00 pm Jesus Christ Superstar - Föstudagspartísýning!

Hverfisgata 54, 101 Reykjavík, Iceland

Bryan Adams \u00ed Eldborg 21. apr\u00edl
Mon, 21 Apr, 2025 at 08:00 pm Bryan Adams í Eldborg 21. apríl

Eldborg, Harpa, Austurbakka 2

Iceland Writers Retreat
Wed, 23 Apr, 2025 at 08:30 am Iceland Writers Retreat

Fosshótel Reykjavík

Reykjavík is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Reykjavík Events