Vetrarsól - Útgáfutónleikar

Sun, 13 Apr, 2025 at 08:00 pm UTC+00:00

Árbæjarkirkja | Reykjavík

\u00c1rst\u00ed\u00f0ir
Publisher/HostÁrstíðir
Vetrars\u00f3l - \u00datg\u00e1fut\u00f3nleikar
Advertisement
Hljómsveitin Árstíðir fagnar útgáfu nýjustu breiðskífu sinnar “VETRARSÓL” með því að halda tónleika í Árbæjarkirkju sunnudaginn 13. apríl klukkan 20:00. Forsala miða er á tix.is en einnig verður selt inn við hurð.
Platan er sú níunda sem sveitin hefur gefið út á ferli sínum og er sú fyrsta sem er eingöngu sungin, þ.e. án undirleiks. Hún inniheldur 12 lög á íslensku sem eiga það flest sameiginlegt að vera samin eða útsett af íslenskum tónskáldum fyrir sönghópa og kóra.
Á tónleikunum fá tónleikagestir að heyra lögin af plötunni í bland við eldri lög úr smiðju bandsins. Árstíðum til halds og traust á tónleikunum verður bassasöngvarinn Pétur Oddbergur Heimisson, en hann syngur einmitt í öllum lögunum á plötunni. Pétur hefur komið víða við í hinum klassíska heimi og hefur t.a.m. unnið og sungið með sönghópunum OLGU Vocal Ensemble, M’ANAM og KYRJU.
Hljómsveitin Árstíðir hefur verið starfandi frá árinu 2007 og hefur átt nokkurri velgengni að fagna á sínum ferli, og hefur t.a.m. spilað á tónleikum í meira en 30 mismunandi löndum og unnið til alþjóðlegra verðlauna. Allt frá því að meðlimir sveitarinnar sungu sálminn Heyr himna smið á lestarstöð í Þýskalandi árið 2013, og myndband af þeim flutningi naut gríðarlegra vinsælda um allan heim á YouTube, þá hafa hlustendur sveitarinnar skorað á meðlimi að gefa út plötu sem innihéldi einungis sungin lög í svipuðum stíl - má því segja að platan “VETRARSÓL” sé svar Árstíða þeirri áskorun.
Ólíkt fyrrum plötum Árstíða þá er Vetrarsól ekki aðgengileg á streymisveitum, heldur aðeins í gegnum sölusíðu árstiða:
https://arstidir.merchstore.nl
Og rafrænt á bandcamp síðu sveitarinnar:
https://arstidir.bandcamp.com/album/vetrars-l-2
Platan verður að sjálfsögðu einnig fáanleg á geisladiski og vínyl á tónleikunum í apríl.
Tónleikarnir í Árbæjarkirkju hefjast kl. 20:00 og opnar húsið kl. 19:30
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Árbæjarkirkja, Rofabær 32, 110 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland

Tickets

Sharing is Caring:

More Events in Reykjavík

\u00datg\u00e1fufagna\u00f0ur Hugar 34\/2024
Mon, 14 Apr, 2025 at 05:00 pm Útgáfufagnaður Hugar 34/2024

Stúdentakjallarinn

Fj\u00f6lskyldudagskr\u00e1 H\u00f6rpu: Kr\u00edlabarokk \/\/ Baby Baroque
Tue, 15 Apr, 2025 at 10:00 am Fjölskyldudagskrá Hörpu: Krílabarokk // Baby Baroque

Austurbakki 2, 101 Reykjavík, Iceland

P\u00c1SKAFIGURUSMI\u0110JA - LISTASMI\u00d0JA \u00cd P\u00c1SKAFR\u00cdINU
Tue, 15 Apr, 2025 at 11:00 am PÁSKAFIGURUSMIĐJA - LISTASMIÐJA Í PÁSKAFRÍINU

Rafstöðvarvegur 1a, 110 Reykjavík, Iceland

H\u00e1degist\u00f3nleikar
Tue, 15 Apr, 2025 at 01:00 pm Hádegistónleikar

Harpa Concert Hall

Er \u00cdsland a\u00f0 ganga lengra en \u00fe\u00f6rf er \u00e1 \u00feegar kemur a\u00f0 pers\u00f3nuvernd? T\u00e6knilausnir \u00ed sk\u00f3lum?
Tue, 15 Apr, 2025 at 04:00 pm Er Ísland að ganga lengra en þörf er á þegar kemur að persónuvernd? Tæknilausnir í skólum?

Borgartún 35, 105 Reykjavík, Iceland

Naomi Wolf \u00ed Gamla B\u00ed\u00f3!
Tue, 15 Apr, 2025 at 07:00 pm Naomi Wolf í Gamla Bíó!

Gamla Bíó

Uppr\u00e1sin 15. apr\u00edl - Smj\u00f6rvi, Matching Drapes og Blairstown
Tue, 15 Apr, 2025 at 08:00 pm Upprásin 15. apríl - Smjörvi, Matching Drapes og Blairstown

Austurbakki 2, 101 Reykjavík, Iceland

Ride the C\u00e6clone
Tue, 15 Apr, 2025 at 08:00 pm Ride the Cæclone

IÐNÓ

P\u00e1skaeggjaleit \u00ed Fj\u00f6lskyldu- og h\u00fasd\u00fdragar\u00f0inum 2025
Wed, 16 Apr, 2025 at 10:00 am Páskaeggjaleit í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum 2025

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn/Reykjavik Family Park and Zoo

H\u00e1degist\u00f3nleikar
Wed, 16 Apr, 2025 at 01:00 pm Hádegistónleikar

Harpa Concert Hall

Reykjavík is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Reykjavík Events