Vetrarnámskeið í skapandi tónlistarstjórnun

Sat, 10 Jan, 2026 at 10:00 am to Sun, 11 Jan, 2026 at 04:00 pm UTC+00:00

Nýi tónlistarskólinn | Reykjavík

Sigrun S\u00e6varsdottir-Griffiths, Music Leader
Publisher/HostSigrun Sævarsdottir-Griffiths, Music Leader
Vetrarn\u00e1mskei\u00f0 \u00ed skapandi t\u00f3nlistarstj\u00f3rnun
Advertisement
10.-11. janúar 2026
10.00-16.00
Á sal Nýja Tónlistarskólans
Grensásvegi 3-5 Reykjavík
Dýnamískt, leikandi og praktístkt námskeið, þar sem farið verður ofaní kjölinn á skemmtilegum og einföldum ferlum sem gera lærðum sem leiknum kleift að semja saman nýja tónlist. Námskeiðið hentar öllum þeim sem kenna, iðka eða nýta tónlist í starfi sínu og hafa áhuga á að efla hinn skapandi þátt.
Haustnámskeið í skapandi tónlistarstjórnun eru sívinsæll liður í upphafi nýs starfsárs hjá tónlistarkennurum, tónmenntakennurum og stjórnendum kóra og hljómsveita. Tímanum verður skipt á milli praktískra ferla og umræðna, þar sem hópurinn mun kryfja viðfangsefnin, spyrja spurninga og ræða hvernig hægt væri að þróa efnivið áfram og aðlaga að þeirra eigin starfsumhverfi.
Hópurinn mun á stundum vinna saman sem ein heild eða skiptast niður í smærri einingar, fyrir stutt verkefni sem kynnt verða jafnóðum.Samfélagið sem myndast á þessum dínamísku og skemmtilegu námskeiðum er nánast jafn mikilvægur liður og verkefnin, en þar hittast fagaðilar frá hinum ýmsu hliðum tónlistarstarfs á Íslandi og bera saman bækur sínar.
Dæmi um viðfangsefni:
• Upphitunaræfingar
• Rhythmaæfingar
• Söngspuni
• Hópeflisæfingar
• Tónsmíðaferli útfrá gefnum upphafspuntkum
Námskeiðsgjald 45.000kr.-
Skráning fer fram á [email protected]
• Hægt er að sækja um styrki frá endurmenntunarsjóðum stéttarfélaganna.
Um leiðbeinandann:
Sigrún Sævarsdóttir-Griffiths er tónlistarkona, kennari á háskólastigi og stjórnandi samfélagsmiðaðra tónlistarverkefna víðs vegar um Bretland, Evrópu, Bandaríkin og Asíu.
Sigrún er stofnandi, framkvæmdastjóri og listrænn stjórnandi MetamorPhonics sem er samfélagsmiðað tónlistarfélag. MetamorPhonics rekur einstök tónlistarverkefni fyrir fólk í endurhæfingu og heimilislausa samfélagið í samstarfi við listastofnanir og háskóla í Bretlandi og á Íslandi. Sigrún er gestakennari við Listaháskóla Íslands og hefur stýrt sjálfstæðum námskeiðum fyrir tónlistarkennara og hljómsveitarstjóra í Reykjavík ár hvert síðan 2006. Sérsvið Sigrúnar er að leiða skapandi starf með viðkvæmum hópum fólks, sérstaklega á sviði geðheilbrigðis, endurhæfingar fullorðinna og með meðlimum heimilislausa samfélagsins.
Í 12 ár var Sigrun fagstjóri Masters in Leadership meistaranámsins við Guildhall School of Music and Drama, þar sem hún er nú fagstjóri Social Arts Practice valgreina á BA og MA stigi við tónlistardeild.
Sigrún var einn stofnfélaga og leiðbeinenda hins margrómaða Guildhall Connect, samfélagsmiðaðs verkefnis Guildhall Listaháskólans, sem hlaut The Queen's Award árið 2005. MetamorPhonics með Kordu Samfóníu í fararbroddi- var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2022 og handhafi hvatningarverðlaunanna árið 2023. Árið 2025 varð Sigrún þess heiðurs aðnjótandi að hljóta The Keith Hutton Award frá The Worshipful Company of Educators í Bretlandi, fyrir frumkvöðlastarf og innblástur í kennslu í sviðslistum en Sigrún var tilnefnd til verðlaunanna af yfirstjórn Guildhall School of Music and Drama.
Sigrún trúir staðfastlega á mikilvægi þess að allir hafi tækifæri til tónlistariðkunnar og aðgengi að listum, og að listastarf sé það afl sem auðgi líf einstaklingsins og geri samfélögum kleift að koma saman, stuðli að umburðarlyndi, jákvæðni og samkennd.
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Nýi tónlistarskólinn, Grensásvegur 3, 108 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland

Icon
Concerts, fests, parties, meetups - all the happenings, one place.

Ask AI if this event suits you:

More Events in Reykjavík

Hugmyndahra\u00f0hlaup Gulleggsins & Landsbankans
Fri, 09 Jan at 01:30 pm Hugmyndahraðhlaup Gulleggsins & Landsbankans

Landsbankinn

B\u00f3kah\u00f3pur S\u00f3s\u00edalista Jan\u00faarhittingur
Fri, 09 Jan at 06:00 pm Bókahópur Sósíalista Janúarhittingur

Hverfisgata 105, 101 Reykjavíkurborg, Ísland

V\u00ednart\u00f3nleikar
Fri, 09 Jan at 07:30 pm Vínartónleikar

Eldborg, Harpa, Austurbakka 2

Nomad Table Reykjavik #2
Fri, 09 Jan at 07:30 pm Nomad Table Reykjavik #2

Reykjavik

Hot Fuzz - F\u00f6studagspart\u00eds\u00fdning!
Fri, 09 Jan at 09:00 pm Hot Fuzz - Föstudagspartísýning!

Hverfisgata 54, 101 Reykjavík, Iceland

Finnur Arnar me\u00f0 verk \u00ed vinnslu \u00ed \u00c1smundarsafni
Sat, 10 Jan at 03:00 am Finnur Arnar með verk í vinnslu í Ásmundarsafni

Tryggvagata 17, 101 Reykjavík, Iceland

Sigrum streituna helgarn\u00e1mskei\u00f0 - jan\u00faar 2026
Sat, 10 Jan at 11:30 am Sigrum streituna helgarnámskeið - janúar 2026

Faxafen 12, 108 Reykjavík, Iceland

Group Healing - Krystic Energy System \ud83d\udd49\ufe0f Lei\u00f0in Heim
Sat, 10 Jan at 01:00 pm Group Healing - Krystic Energy System 🕉️ Leiðin Heim

Leiðin heim - Holistic healing center

Groove Garden at Loft Hostel
Sat, 10 Jan at 05:00 pm Groove Garden at Loft Hostel

Loft - Hostel, Café & Bar

Vesenisball - matur, skemmtun og dans
Sat, 10 Jan at 06:45 pm Vesenisball - matur, skemmtun og dans

Háteigskirkja

Soul Flow | Art Piece in Motion | Dance Ceremony
Sat, 10 Jan at 07:30 pm Soul Flow | Art Piece in Motion | Dance Ceremony

Leiðin heim - Holistic healing center

Reykjavík is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Reykjavík Events