Advertisement
Spáð er góðu veðri á laugardaginn og því ætlum við að skella í einn barnvænan viðburð!Planið er að hittast kl. 13 á bílastæðinu hjá Nauthólsvík og rölta um Öskjuhlíðina saman. Við finnum okkur svo góðan stað til að drekka kaffi eða kakó frá Plöntunni og gæða okkur á smákökum saman.
Gott er að taka vasaljós með (eða nota símann) til að geta farið í smá endurskinsmerkjaleit með börnin! Ef stemning er fyrir því þá förum við í nokkra leiki saman.
Endilega komið og nýtið gott tækifæri í að kynnast öðrum vegan fjölskyldum! Hlökkum til að sjá ykkur <3
PS. munið að koma klædd eftir veðri.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Öskjuhlíð, Reykjavík, Iceland
Concerts, fests, parties, meetups - all the happenings, one place.











