Upprásin | Lindy Lin, Splitting Tongues og Gargan

Tue Mar 10 2026 at 08:00 pm to 10:00 pm UTC+00:00

Austurbakki 2, 101 Reykjavík, Iceland | Reykjavík

Harpa t\u00f3nlistar- og r\u00e1\u00f0stefnuh\u00fas \/ Harpa Concert Hall and Conference Centre
Publisher/HostHarpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre
Uppr\u00e1sin | Lindy Lin, Splitting Tongues og Gargan
Advertisement
Á þessum tónleikum koma fram Lindy Lin, Splitting Tongues og Gargan.
Harpa, í samstarfi við Tónlistarborgina Reykjavík, Rás 2 og Landsbankann, stendur fyrir Upprásinni, tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar, þvert á tónlistarstefnur. Upprásin fer nú fram þriðja árið í röð og munu samtals 27 hljómsveitir koma fram, þrjár á hverju tónleikakvöldi.
Tónleikaröðin er liður í því að framfylgja dagskrárstefnu Hörpu um bætt aðgengi grasrótar og ungs fólks í öllum tónlistargreinum og auka við fjölbreytni. Markmiðið er einnig að tónlistaráhugafólk geti gengið að því vísu að heyra fjölbreytta nýja íslenska tónlist, beint úr grasrót tónlistarlífsins, flutta við kjöraðstæður í tónlistarhúsi þjóðarinnar.
Miðaverð er aðeins 2000 kr. en hægt er að leggja til hærri upphæð í miðasöluferlinu sem rennur beint til listafólksins.
LINDY LIN
Lindy Lin er tónskáld og listakona búsett í Reykjavík. Hún fluttist til Íslands frá Shanghai árið 2023 og hóf mastersnám í sköpun,
miðlun og frumkvöðlastarfi (NAIP) við Listaháskóla Íslands. Fyrsta
platan hennar, Her Insula, kom út árið 2023 í Shanghai. Hún stofnaði ásamt fleirum hávaðarokksveitina Yang Soup, hefur komið fram með Wet Flute Trio og starfað með listamönnum svo sem Örlygi Arnalds og Masaya Ozaki.
Hljóðheimur Lindy Lin er súrrealískur og afar persónulegur. Kínversk flauta, kassagítar, raddspuni, drunur, hljóð úr heimilistækjum, hávær og lágvær rafhljóð sem bjaga, teygja, hægja og hraða og draga hlustandann inn í afar sérstæðan og áleitinn heim.
SPLITTING TONGUES
Splitting Tongues spilar bræðing af grindcore, hardcore og goregrind. Hljómsveitin var stofnuð í mars 2024 með það markmið að spila hraða og ákafa tónlist. Splitting Tongues skipa Arnar Már Víðisson, Sindri Þór Atlason og Sigurður Már Gestsson.
GARGAN
Gargan skapar fjölbreyttan heim hljóða þar sem heyra má klarinettlínur, umhverfishljóð, biluð heimilistæki og klassísk heimilisáhöld, hljóðgervla og raddir. Þær bjóða hlustendum í ferðalag um ólíka hljóðheima og skoða allan tilfinningaskalann. Í lifandi flutningi gargar klarínettleikari í gegnum hljóðfærið sitt og við heyrum rafskruð og óhljóð úr öllum stærðum og gerðum. Tónlistin er bæði hrá og djúp, skipulögð en stjórnlaus í senn. Gargan skipa Bergþóra Kristbergsdóttir og Hulda Ragnhildur Hjálmarsdóttir.
--
This concert will feature Lindy Lin, Splitting Tongues and Gargan.
Harpa, in collaboration with the Reykjavík Music City, Rás 2 and Landsbankinn, is hosting Upprásin, a concert series dedicated to grassroots Icelandic music, across musical genres. Upprásin is now taking place for the third year in a row and a total of 27 bands will perform, three on each concert night.
Ticket prices are only 2000 kr. but it is possible to contribute a higher amount during the ticket sales process, which will go directly to the artists.
--
LINDY LIN
Lindy Lin (Lidong Lin) is an electroacoustic composer and audiovisual experimentalist based in Reykjavík. Blending cultural heritage with personal mediums, she creates immersive, tactile experiences using natural soundscapes, everyday objects. Her surreal, psychedelic compositions challenge societal imbalances related to identity and equality. After releasing her debut album Her Insula in Shanghai, she moved to Iceland in 2023 to pursue a Master’s in NAIP at the Iceland University of the Arts. Lindy has since been active in Reykjavík’s art scene—co-founding the noise rock band Yang Soup with Diego, Stirnir, and Vigfús, performing in Wet Flute Trio with Stirnir and Tumi, and collaborating with artists like Örlygur and Masaya. Her ongoing project Mirror Stage explores "her" topics with local female artists including Sóley Stefánsdóttir, Berglind, Sillus, Karólína, Ronja, and Ida.
SPLITTING TONGUES
Splitting Tongues plays a combination of grindcore, hardcore and goregrind. The band was formed in March 2024 with the goal of playing fast and intense music.
Splitting Tongues are Arnar Már Víðisson, Sindri Þór Atlason and Sigurður Már Gestsson.
GARGAN
Gargan creates a diverse world of sounds; clarinet textures, ambient sounds, recordings of broken appliances and classic household items, synthesizers and voices. They invite listeners on a journey through different sound worlds and explore the full range of emotions. In a live performance, a clarinetist gurgles through his instrument and we hear electronic noises and noises of all shapes and sizes. The music is both raw and deep, structured but uncontrolled at the same time. Gargan are Bergþóra Kristbergsdóttir and Hulda Ragnhildur Hjálmarsdóttir.
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Austurbakki 2, 101 Reykjavík, Iceland, Austurbakki 2, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland

Tickets

Sharing is Caring:

More Events in Reykjavík

Kian Soltani leikur Lutos\u0142awski
Thu, 12 Mar at 07:30 pm Kian Soltani leikur Lutosławski

Eldborg, Harpa, Austurbakka 2

Fj\u00f6lskyldudagskr\u00e1 H\u00f6rpu: Kvikmyndat\u00f3nlist: T\u00f3nar og tilfinningar | Film Music: Sound & Emotion
Fri, 13 Mar at 05:00 pm Fjölskyldudagskrá Hörpu: Kvikmyndatónlist: Tónar og tilfinningar | Film Music: Sound & Emotion

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre

Elgar & Eldfuglinn
Fri, 13 Mar at 06:00 pm Elgar & Eldfuglinn

Eldborg, Harpa, Austurbakka 2

Dara \u00d3 Briain Re:Creation
Fri, 20 Mar at 08:00 pm Dara Ó Briain Re:Creation

Háskólabíó

Altered States - Svartir Sunnudagar
Sun, 29 Mar at 09:00 pm Altered States - Svartir Sunnudagar

Hverfisgata 54, 101 Reykjavík, Iceland

V\u00edkingur leikur Beethoven - \u00fatg\u00e1fut\u00f3nleikar
Wed, 01 Apr at 08:00 pm Víkingur leikur Beethoven - útgáfutónleikar

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre

Reykjavík is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Reykjavík Events