Umræðuþræðir: Yann Toma | Talk Series

Thu, 23 Jan, 2025 at 08:00 pm UTC+00:00

Tryggvagata 17, 101 Reykjavík, Iceland | Reykjavík

LISTASAFN REYKJAVIKUR REYKJAVIK ART MUSEUM
Publisher/HostLISTASAFN REYKJAVIKUR REYKJAVIK ART MUSEUM
Umr\u00e6\u00f0u\u00fer\u00e6\u00f0ir: Yann Toma | Talk Series
Advertisement
Fyrsti gestur ársins 2025 í fyrirlestraröðinni Umræðuþræðir er Yann Toma (f. 1969). Hann er franskur listamaður búsettur í París og New York og er listamaður-áheyrnarfulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum (New York).
Verk hans einblína á orku og netkerfi, auk siðfræði. Í verkefnum sínum gerir hann gerir tilraunir með endurdreifingu Listrænnar Orku (LO) milli listamanns og samfélags. Hann staðsetur verk sín og hugsun á mörkum listrænnar og borgaralegrar tjáningar og setur þau í samhengi við yfirstandandi viðburði á sviði stjórnmála og fjölmiðla. Sem listamaður og forstjóri Ouest-Lumière raforkufyrirtækisins síðan árið 1991, hefur hann þróað hugtakið Listræn Orka (LO). Hann hefur frá árinu 1991 endurfjárfest í að halda á lofti minningu um fyrrum raforkufyrirtækið Ouest-Lumière með því að skapa táknrænt netkerfi sem helgar sig framleiðslu og dreifingu á listrænni orku.
Yann Toma er virkur í málefnum tengdum loftslagsbreytingum og orku, með því að taka þátt í ferlum sem afhjúpa. Hann tekur afstöðu með líkamanum með því að koma á sambandi milli dulinnar og opinnar skynjunar sem almenningur getur tileinkað sér en missir jafnóðum sjónar á vegna skilyrðingar, með því að skynja ekki massa náttúrlegs innstreymis sem tryggir samband okkar við náttúruna. Hann er einnig meðstofnandi Maximalism hreyfingarinnar.
Verk eftir Yann Toma í eigu safneigna, svo sem Centre Pompidou og Neuflize’s banka, vekja spurningar um hugmyndir um orku, áhrif listar á samfélagið og mikilvægi siðfræði. Verk hans byggja á sameiginlegum framleiðsluferlum þar sem almenningur gegnir mikilvægu hlutverki í að skapa listaverkið og endurúthluta orku milli listamanns og áhorfanda. Meðal tilraunaverkefna Yann Toma sem snúa að endurúthlutun á Listrænni Orku milli listamanns og samfélags eru Dynamo-Fukushima (Grand Palais, 2011), Human Energy (Eiffel turninn, desember 2015), Human Greenergy (Forbidden City Beijing, október 2016), Planet Energy (Saatchi Gallery, 2023), Polarities (New York) & A Light-World (Paris, 2024).
Yann Toma starfar sem prófessor við Paris 1 – Panthéon-Sorbonne háskóla og stundar rannsóknir við Institute of Arts Creation Theory and Aesthetics (ACTE) við sama háskóla. Hann stýrir meistaranáminu Arts & Vision (MAVI) og er einn stjórnanda meistaranáms í list og nýsköpunarstjórnun (Skóli lista – Skóli stjórnunar). Hann er samhæfingarstjóri í fjölmörgum rannsóknarverkefnum og áheyrnarfulltrúi við Institut des Hautes Etudes par les Sciences et la Technologie (IHEST).
Umræðuþræðir er samstarfsverkefni Myndlistarmiðstöðvar, Listaháskóla Íslands, og Listasafns Reykjavíkur. Í tengslum við verkefnið hefur allt frá árinu 2012 verið boðið hingað til lands fólki sem nýtur viðurkenningar í hinum alþjóðlega listheimi, ýmist á sviði listsköpunar, fræðastarfa eða sýningarstjórnunar. Lagt hefur verið upp með að skapa vettvang hérlendis fyrir alþjóðleg tengsl og umræður; gestirnir kynnast íslensku listalífi, stunda gestakennslu um leið og þau kynna eigin verk og hugðarefni með opnum fyrirlestrum í safninu.
Franska sendiráðið á Íslandi styrkir Umræðuþræði. Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.
ENG
The first guest of Talk Series this year is artist Yann Toma. He is a French contemporary artist and a researcher. He positions his work and his reflection on the border of the artistic expression, always involved in political and social events. Toma places the artist as responsible for social debate. As a mediator he can invite people to get involved, to take part of a collaborative energy. Toma collaborates with entreprises, political scientists as well as philosophers. With projects always anchored in a societal context, Yann Toma's fundamental idea is to rebuild the link. Connecting with ourselves, our collective memory, and the transforming power generated by the mass, art is used here as a means of materializing energy flows but also as an energy in its own right.
The Talk Series program brings the flourishing ideas and diverse practices within the international contemporary art scene to the Icelandic art community and the public at large. Each guest is asked to offer an insight into the field through a public lecture at the Reykjavik Art Museum, studio visits and a seminar lecture at the Department of Fine Art as well as an introduction to the Icelandic art scene through visits to practicing artists studios and the gallery and museum scene. The overall aim of the program is to support a stronger link between local aspects and broader perspectives of contemporary art. By joining the resources of three major local art institutions the wish is to convey current topics of art to both younger and established artists, art students and the general public alike.
Supported by the French Embassy in Iceland. The talk is in English.
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Tryggvagata 17, 101 Reykjavík, Iceland, Tryggvagata 17, 101 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland

Sharing is Caring:

More Events in Reykjavík

Huglei\u00f0slun\u00e1mskei\u00f0 Zen \u00e1 \u00cdslandi!
Thu, 23 Jan, 2025 at 05:30 pm Hugleiðslunámskeið Zen á Íslandi!

Klettháls 1, 110 Reykjavíkurborg, Ísland

Ragga Gr\u00f6ndal \u00e1 Hotel Holti
Thu, 23 Jan, 2025 at 06:00 pm Ragga Gröndal á Hotel Holti

Hotel Holt, Reykjavik

Fj\u00e1r\u00f6flunarleikur 9. og 10. flokks karla Skallagr\u00edms \u00ed k\u00f6rfubolta
Thu, 23 Jan, 2025 at 06:00 pm Fjáröflunarleikur 9. og 10. flokks karla Skallagríms í körfubolta

Fjósið - Íþróttamiðstöðin Borgarnesi

Fermingarkv\u00f6ld 2025
Thu, 23 Jan, 2025 at 06:00 pm Fermingarkvöld 2025

Partýbúðin

Opnunarvi\u00f0bur\u00f0ur UAK vor 2025
Thu, 23 Jan, 2025 at 07:30 pm Opnunarviðburður UAK vor 2025

Gróska hugmyndahús

Meet the Huni Kuin - Concert and gathering
Thu, 23 Jan, 2025 at 07:30 pm Meet the Huni Kuin - Concert and gathering

Eden Yoga

Lj\u00f3smyndar\u00fdni Lj\u00f3smyndasafnsins \/ Portfolio Review
Fri, 24 Jan, 2025 at 09:00 am Ljósmyndarýni Ljósmyndasafnsins / Portfolio Review

Tryggvagata 15, 101 Reykjavík, Iceland

Raindrop \u00feerapistan\u00e1m \u00e1 \u00cdslandi
Fri, 24 Jan, 2025 at 01:00 pm Raindrop þerapistanám á Íslandi

Leiðin heim - Holistic healing center

VETRARM\u00d3T \u00cd\u00deR\u00d3TTAKENNARA (stofu M105)
Fri, 24 Jan, 2025 at 01:00 pm VETRARMÓT ÍÞRÓTTAKENNARA (stofu M105)

Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Iceland

Databeers Reykjavik #12
Fri, 24 Jan, 2025 at 05:00 pm Databeers Reykjavik #12

CCP Games

S\u00fdningaropnun! N\u00e1nd hversdagsins \/ Opening! Intimacies of the Everyday
Fri, 24 Jan, 2025 at 05:00 pm Sýningaropnun! Nánd hversdagsins / Opening! Intimacies of the Everyday

Fríkirkjuvegur 7, 101 Reykjavík, Iceland

Chinese New Year of Snake
Fri, 24 Jan, 2025 at 06:00 pm Chinese New Year of Snake

Háskólabíó

Reykjavík is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Reykjavík Events