Advertisement
Þá er komið að Opnunarviðburði UAK vor 2025?Byrjum árið 2025 af krafti í Grósku, fimmtudaginn 23. Janúar. Viðburðurinn er opinn og við hvetjum öll sem hafa áhuga á starfi félagsins til þess að taka af skarið og mæta!
? 23. janúar
? Húsið opnar kl 19:30 og viðburðurinn hefst kl. 20
? Fyrirlestrarsalur Grósku
✨ Ókeypis aðgangur
Dagskrá kvöldsins:
°。Kynning á vorönn UAK
Ólöf Kristrún Pétursdóttir Blöndal, formaður UAK
°。Kynning á Kvennaári 2025
Fulltrúi frá Kvennaársnefnd
°。Hugvekja
Brynja Baldursdóttir, Forstjóri Greiðslumiðlunar Íslands
°。Sófaspjall með Eddu og Ragnhildi
Edda Hermannsdóttir, Markaðs - og samskiptastjóri Íslandsbanka og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Dagskrárgerðarkona hjá RÚV
Þegar formlegri dagskrá er lokið verður boðið upp á drykki og við hvetjum til þess að nýta tækifærið og taka þátt í spjalli og tengslamyndun!
Sjá frekari upplýsingar um viðburð hér á heimasíðu UAK: https://www.ungarathafnakonur.is/events/opnunarvidburdur-uak-vor-2025/
Við hlökkum til að sjá ykkur, vonandi sem flest!
—
Helsta makmið UAK er að stuðla að jafnrétti, hugarfarsbreytingu og framþróun í samfélaginu og við viljum gera allt sem í valdi okkar stendur til þess að efla ungar konur, bæði sem stjórnendur og þáttakendur í atvinnulífinu. Félagið standur fyrir fjölbreyttum viðburðum í gegnum árið og skapar þannig vettvang fyrir félagskonur til að fræðast, taka þátt í umræðum og mynda sterk tengsl.
—
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Gróska hugmyndahús, Sturlugata 6, 102 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland