The Color Run 2025 í Kópavogsdal

Sat, 16 Aug, 2025 at 11:00 am UTC+00:00

Kópavogsvöllur | Kopavogur

The Color Run Iceland
Publisher/HostThe Color Run Iceland
The Color Run 2025 \u00ed K\u00f3pavogsdal
Advertisement
Litríkasti viðburður ársins snýr aftur 16. ágúst.
Viðburðarsvæðið verður við stúku Kópavogsvallar.
Sigga Ózk, Sigga Beinteins, Eva Ruza, Gústi B og Kiddi Bigfoot halda uppi stuði og stemningu á sviðinu.
LITIR + HLAUP = HÁTÍÐ!
Okkar markmið er að The Color Run færi fólk saman og geri heiminn hamingjusamari. Við köllum The Color Run hamingjusamasta hlaup í heimi vegna þess að hlaupið okkar færir saman vini og vandamenn í einstaka skemmtun og hátíð. Við setjum hamingjuna í forgrunn. Lífið snýst um ánægju og að líða vel. Þess vegna skal The Color Run vera hamingjusamasta hlaupið á jörðinni.
Þetta snýst ekki um að hlaupa 5 kílómetra á sem skemmstum tíma heldur að hlaupa á þeim hraða og tíma sem þér finnst hæfilegt og gaman. The Color Run er nefnilega ekki kapphlaup heldur hlaup þar sem þúsundir þátttakenda skemmta sér konunglega á meðan þeir verða hjúpaðir lit frá toppi til táar. Í lok hvers kílómetra er hlaupið í gegnum litastöð með tónlist, skemmtun og nýjum lit og við endamarkið keyrir allt um koll með risavaxinni endamarkshátíð þar sem litadýrðin verður gerð ógleymanleg upplifun. Þetta verða hamingjusömustu og skemmtilegustu 5 kílómetrar sumarsins!
The Color Run er fyrir alla, konur með hár og kalla með skalla, allt frá 2ja ára til 80 ára (jafnvel 102 ára). Sumir hlaupa til að koma í gang betri lífsstíl á skemmtilegan hátt á meðan aðrir hlaupa bara til að skemmta sér með vinum sínum. Þátttakendur geta hlaupið einir sér eða í smærri hópum og sumir hlaupa með ákveðinn tilgang. Hvort sem þú ert gamall brokkari eða afreksíþróttamaður þá mun The Color Run verða eftirminnilegustu og litríkustu 5km í þínu lífi!
SVONA FER HLAUPIÐ FRAM
Sem litahlaupari í The Color Run verður þú, ásamt þúsundum annarra þátttakenda, lituð/aður frá toppi til táar við hvern kílómetra sem þú klárar. Í hverju litahliði verður tekið á móti þér með tónlist, skemmtun og nýjum lit.
Þetta snýst ekki um að klára hlaupið á sem skemmstum tíma heldur að hafa gaman og njóta þess að taka þátt. Það mun enginn vinna hlaupið því það er engin tímataka. Þvert á móti hvetjum við alla til að taka sér tíma í að fara í gegnum alla litabrautina og njóta upplifunarinnar.
Með aðeins tvær leikreglur geta allir verið með í The Color Run:
Þú skalt vera í hvítum bol þegar þú byrjar!
Þú verður litabomba þegar þú kemur í endamarkið!
Við endamarkið verður síðan epískt litapartý, skemmtidagskrá, stuð og stemning fyrir framan sviðið.
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Kópavogsvöllur, Dalsmári 7, 201 Kópavogsbær, Ísland, Kopavogur, Iceland

Tickets

Sharing is Caring:

More Events in Kopavogur

Fimmta umfer\u00f0 \u00cdslandsm\u00f3tsins \u00ed Motocross & 4 t\u00edma bikarm\u00f3t \u00ed Enduro - Bola\u00f6ldu
Sat, 16 Aug at 08:00 am Fimmta umferð Íslandsmótsins í Motocross & 4 tíma bikarmót í Enduro - Bolaöldu

VÍK - Vélhjólaíþróttaklúbburinn

F\u00f6ndur: Myndas\u00f6gub\u00f3kamerki
Sat, 16 Aug at 12:00 pm Föndur: Myndasögubókamerki

Garðatorg 7, 210 Garðabær, Iceland

Malekursus Det abstrakte landskab Reykjav\u00edk, Island
Mon, 18 Aug at 08:00 am Malekursus Det abstrakte landskab Reykjavík, Island

Garðatorg 3, 210 Garðabær, Ísland

Ofurhetju-origami
Tue, 19 Aug at 01:00 pm Ofurhetju-origami

Bókasafn Kópavogs

Me\u00f0virkni - \u00e1hrif \u00e1 l\u00edf, l\u00ed\u00f0an, samskipti og samb\u00f6nd!
Tue, 19 Aug at 04:00 pm Meðvirkni - áhrif á líf, líðan, samskipti og sambönd!

Vallakór 4, 201 Kópavogur, Iceland

Ofurhetju gr\u00edmun\u00e1mskei\u00f0
Wed, 20 Aug at 01:00 pm Ofurhetju grímunámskeið

Bókasafn Kópavogs

Kopavogur is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Kopavogur Events