Advertisement
Í tilefni Uppskeru- og menningarhátíðar fatlaðs fólks og fötlunarfræða býður Borgarsögusafn upp á leiðsögn á táknmáli. Leiðsögnin verður sunnudaginn 23. febrúar, kl. 14:00 á Sjóminjasafninu í Reykjavík. Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, táknmálsleiðsögumaður, leiðir gesti um sýningu safnsins Fiskur & fólk - sjósókn í 150 ár. Sýningin er bæði fræðandi og skemmtileg fyrir alla aldurshópa.
Leiðsögnin er ókeypis og öll þau sem tala táknmál eru boðin hjartanlega velkomin.
Aðgengi: Safnið er á tveimur hæðum og aðgengi er gott, sérstaklega við inngang Grandagarðsmegin. Lyfta er á milli hæða. Hjálparhundar eru velkomnir. Nánari upplýsingar: https://borgarsogusafn.is/adgengi
Strætisvagnar: Næsta stoppistöð heitir Grandagarður (1 mín. gangur).
Viðburðurinn er haldinn í tengslum við menningarhátíðina Uppskeru sem fram fer í Reykjavík dagana 8. febrúar til 8. mars 2025. Tilefni hátíðarinnar er 20 ára afmæli fötlunarfræða við Háskóla Íslands. Hátíðinni er ætlað að vekja athygli á framlagi fræðafólks, samtaka fatlaðs fólks og fatlaðs listafólks til íslenskrar menningar.
Lykilviðburðir hátíðarinnar verða tveir, málþing í Háskóla Íslands 21. febrúar og menningarhátíð í Hörpu 22. febrúar. Auk þess verða viðburðir víðs vegar um borgina þar sem gestum gefst tækifæri á að njóta listsköpunar fatlaðs fólks. Í boði verður myndlistasýning, kvikmyndasýning, bókmenntakvöld, gjörningakvöld, ljóðakvöld, smiðjur auk viðburða á söfnum borgarinnar.
Dagskráin er aðgengileg á auðlesnu máli og allir viðburðir táknmálstúlkaðir. Í Hörpu verður rittúlkun á ensku og sjónlýsing á íslensku og ensku. Hátíðin er öllum opin að kostnaðarlausu.
Verið öll velkomin á Uppskeru!
https://hi.is/uppskera
///
On the occasion of the Harvest and Cultural Festival for People with Disabilities and Disability Studies, the Reykjavík City Museum will host a guided tour in Icelandic Sign Language. This tour will take place on Sunday, February 23, at 14:00 at the Reykjavík Maritime Museum.
The guided tour is free of charge, and all those who speak Icelandic sign language are warmly welcome.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Grandagarður 8, 101 Reykjavík, Iceland, Grandagarður 8, 101 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland