Advertisement
Skemmtilega nefnd SJÓR kynnir!Í sumar könnum við saman þrjá nýja sundstaði.
Staðirnir sem urðu fyrir valinu 2025 eru Helguvík á Álftanesi, Kjalarnes og Gufunes í Reykjavík.
* ath. með fyrirvara um breytingar.
Synt á nýjum stöðum #3, fimmtudaginn 14. ágúst kl.18 í Gufunesi, við gömlu Gufunesbryggjuna í Grafarvogi.
Gufunes er falin perla í Reykjavík fyrir suma sjósportsunnendur. Þar er búningsaðstaða fyrir sjósundsfólk.
Ekki er ráðlagt að synda langt út við Gufunes þar sem sog getur verið kröftugt.
Aðgengi er nokkuð gott, bæði er ágætis aðgengi að strönd sem og eru tröppur úr búningaaðstöðunni útí sjó.
Google maps tengill: https://maps.app.goo.gl/RCb3CNYjGpoB3XdR6
Athugið að öll eru velkomin með í ferðir skemmtilegu nefndarinnar enda eru þær ókeypis og hver og eitt er á eigin ábyrgð.
Ef þú hefur ekki aðgang að bíl, láttu okkur þá vita og við finnum fyrir þig far.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Gufunesbryggja, Reykjavík Jetskis, Gufunes, 112 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland