Stroke

Sun Apr 27 2025 at 05:00 pm to 06:00 pm UTC+00:00

Tjarnarbíó (Reykjavík, Iceland) | Reykjavík

Trigger Warning
Publisher/HostTrigger Warning
Advertisement
--- english below ---
Heimildarsýningin Stroke snýr aftur! Hjartnæm og grátbrosleg sýning sem hlaut þrjár tilnefningar til Grímunnar 2024 í flokkunum sýning ársins, leikkona í aðalhlutverki og hvatningarverðlaun.
Eftir hlé snýr sviðslistahópurinn Trigger Warning aftur með þessa einstöku sýningu sem hefur reynst græðandi og skilur engan eftir ósnortin. Persónuleg saga sem á erindi við alla þá sem hafa reynslu af heilablóðfalli af eigin hendi eða sem aðstandendur.
Þegar Virginia vaknaði eftir heilablóðfall var það eins og súrrealískt atriði úr trúðaleikriti. Hún var með verk- og málstol sem gerði hana að fanga í eigin líkama og hinar hversdagslegustu gjörðir urðu að þrautabraut. Áfallið breytti öllu og að útskýra upplifunina af heilablóðfallinu fyrir öðrum hefur reynst erfitt.
Fyrir áfallið starfaði Virginia lengi sem atvinnutrúður á sjúkrahúsum í Glasgow og Edinborg. Starfið snerist um að lífga upp á daga langveikra barna og fólks með heilabilun. Í dag er hún því hinumegin við borðið og veit hreinlega ekki hvort hún eigi að gráta eða hlægja að fáránleikanum. Eiginmaður Virginiu, Sæmundur, þurfti einnig að horfast í augu við nýjan veruleika og finna út úr hlutverki sínu sem aðstandandi. Saman áttuðu þau sig fljótlega á því að húmorinn var besta meðalið í veruleika sem hafði verið snúið á hvolf.
Í verkinu miðla því Virginia og Sæmi, sem trúðarnir Cookie og It, upplifun sinni af áfallinu og endurhæfingunni. Þeirri sögu er jafnframt ofið saman við reynsluheim Virginiu úr leikhúsinu og heimsmynd hennar í tengslum við virkni trúðsins. Útkoman er einstök flétta um áföll, töfra sköpunarkraftsins, umhyggjusemi og seiglu.
Stroke er frumsamið samsköpunar heimildaverk eftir Virginiu Gillard og sviðslistahópinn Trigger Warning. Stroke var frumsýnt í nóvember 2023 með styrk frá Sviðslistasjóði og Starfslaunasjóði Listamannalauna.

Trigger Warning er íslenskur sviðslistahópur sem hefur frá árinu 2016 skapað sýningar með aðferðum samsköpunar og heimildarleikhúss. Stroke er þriðja verk okkar sem tekist á við samfélagsleg málefni í krafti einsögunnar. Hún pabbi fjallaði um upplifun Hannesar Óla leikara af kynleiðréttingaferli föður síns og verkið Velkomin heim fjallaði um upplifun Maríu Thelmu leikkonu af því að eiga móður sem kemur frá Taílandi og hvernig var fyrir Maríu að alast upp á Íslandi af blönduðum uppruna. Við leitumst við að skapa valdeflandi leikhús sem fagnar fjölbreytileikanum og skapar rými fyrir áður óheyrðar raddir á sviðum landsins.
Virginia Gillard er bresk leikkona, trúður og ljóðskáld búsett á Íslandi. Hún hóf leiklistarferilinn sinn í Ástralíu áður en hún fór að læra líkamlegt leikhús og trúðalist í Sviss, Frakklandi og Englandi. Árið 2000 hóf Virginia störf sem trúða læknir í verkefni sem heitir Hearts and Minds þar sem hún vann með börnum á sjúkrahúsum og í öðru verkefni sem heitir Elderflower með eldri einstaklingum með heilabilunarsjúkdóma. Á Íslandi lék hún í HVÍTT og hefur komið að mörgum leikhópum, þar á meðal Góðir gestir, Gaflaraleikhúsinu og Leikhúsi barnanna. Hið síðarnefnda er leikhópur í Landakotsskóla þar sem Virginia starfaði sem leiklistarkennari. Hún hefur einnig komið fram í íslensku sjónvarpsþáttunum og tekið þátt í ýmsum kvikmyndum og stuttmyndum. Með fjölbreyttan feril að baki heldur Virginia áfram að næra samfélagið með list sinni.

--- ENGLISH ---
The documentary show Stroke returns!
A heartwarming yet bittersweet production, it received three nominations for the Gríman Theatre Awards 2024 in the categories of Show of the Year, Leading Actress, and Incentive of the Year.
The performing arts group Trigger Warning returns with this unique healing show that leaves no one untouched. It tells a personal story that is especially relevant to those who have experienced a stroke, either firsthand or as a first of kin.
When Virginia woke up from a stroke, her world looked like a scene from a clown show. Aphasia made her a prisoner in her own body and the most everyday actions became a challenge. The stroke changed everything in Virginia's life, and the experience has proved difficult to explain. Before the stroke, Virginia worked for years as a professional clown in hospitals in Glasgow and Edinburgh. Her job was to brighten the days of chronically ill children and people with dementia. Today, she is on the other side of the table and simply doesn't know whether to cry or laugh at the absurdity. Virginia's husband, Sæmundur, also had to face a new reality and figure out his role as a next of kin. Together, they soon realized that humor was the best remedy in a reality that had been turned upside down.
In the show, Virginia and Sæmi, as the clowns Cookie and It, tread between humor and pathos, tenderly highlighting the absurdities and challenges of navigating life after a stroke. That story is also woven together with Virginia's world of experience from the theater and her worldview in relation to the function of the clown. The result is a unique weave of trauma, the magic of creativity, caring and resilience.
Stroke is a devised theater performance based on a true story by Virginia Gillard and the performing arts group, Trigger Warning. Stroke premiered in November 2023 with support from the Icelandic Performing Arts Fund and the Artists‘ Salary Fund.

Trigger Warning is an Icelandic theater and performance group founded in 2016. We focus on bold storytelling. Using devised methods, we collaboratively create our shows, allowing for a dynamic and organic development of narratives. Our productions, including Velkomin heim, which reflects on navigating identity and belonging between two cultures, Stroke, which tackles trauma and recovery, and Hún Pabbi, which engages with gender and sexuality, are also rooted in documentary theater. This approach adds depth and authenticity, resonating deeply with audiences. Through a unique blend of multimedia elements and intimate storytelling, we strive to create thought-provoking theater that invites reflection and understanding.
Virginia Gillard is a British-born actress, clown and poet based in Iceland. Her career started in Australia, before studying physical theatre and clowning in Switzerland, France and England where she refined her skills. In the year 2000 Virginia began work as a clown-doctor in a program called Hearts and Minds for children in hospitals and another program called Elderflowers for elderly patients with dementia. In Iceland she performed in HVÍTT a theatre show for children and contributed to many theatre companies such as Góðir gestir, Gaflaraleikhúsið and Leikhús barnanna. The latter being a children's theatre group within the Landakotsskóli school, where Virginia also worked as a theatre teacher. She has also appeared in various Icelandic TV, films and sketches. With a rich and diverse career, Virginia continues to inspire and engage through her commitment to the arts.
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Tjarnarbíó (Reykjavík, Iceland), Tjarnargata 12,Reykjavík, Iceland

Tickets

Sharing is Caring:

More Events in Reykjavík

Smokie \u00ed Eldborg H\u00f6rpu
Sat, 26 Apr, 2025 at 08:00 pm Smokie í Eldborg Hörpu

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre

Sagnavaka
Sat, 26 Apr, 2025 at 09:00 pm Sagnavaka

Laugavegur 2, 101 Reykjavíkurborg, Ísland

Lei\u00f0s\u00f6gn listamanns | R\u00far\u00ed segir fr\u00e1 \u00d3lgu
Sun, 27 Apr, 2025 at 02:00 pm Leiðsögn listamanns | Rúrí segir frá Ólgu

Kjarvalsstaðir

\u00datg\u00e1fuh\u00f3f og upplestur! G\u00f6tuhorn \u2013 sk\u00e1ldtextar innbl\u00e1snir af \u00edslenskri myndlist
Sun, 27 Apr, 2025 at 04:00 pm Útgáfuhóf og upplestur! Götuhorn – skáldtextar innblásnir af íslenskri myndlist

Safnahúsið - The House of Collections

ING\u00d3 | Styrktar & minningar t\u00f3nleikar
Sun, 27 Apr, 2025 at 07:00 pm INGÓ | Styrktar & minningar tónleikar

Bird RVK

Network - Svartir Sunnudagar
Sun, 27 Apr, 2025 at 09:00 pm Network - Svartir Sunnudagar

Hverfisgata 54, 101 Reykjavík, Iceland

Litarefni \u00ed handritum
Tue, 29 Apr, 2025 at 12:00 pm Litarefni í handritum

Edda, Arngrímsgötu 5, IS-107 Reykjavík, Iceland

F\u00e9lagsleg samskipti fullor\u00f0inna me\u00f0 ADHD
Wed, 30 Apr, 2025 at 08:00 pm Félagsleg samskipti fullorðinna með ADHD

Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík, Iceland

Soff\u00eda \u00e1 NASA
Wed, 30 Apr, 2025 at 08:30 pm Soffía á NASA

Iceland Parliament Hotel

Reykjavík is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Reykjavík Events