Advertisement
Ingólfur Þór Árnason sem gekk undir listamanna nafninu Indigo, lést fyrir aldur fram í Lissabon þann 22. febrúar síðastliðinn. Ingó átti marga vini í listasenunni og hafa nokkrir þeirra tekið sig saman og efnt til þessa viðburðar.Markmiðið er að safna peningum sem munu standa straum af þeim kostnaði að koma Ingólfi heim til Íslands. Einnig þjónar viðburðurinn þeim tilgangi að minnast þessa ljúfa manns og kveðja hann með tónlist í faðmi vina og ættingja.
Fram koma:
Daníel Ágúst
Jakob Frímann Magnússon
Tenderfoot
Krummi & Krákurnar
Paunkholm & Erna Hrönn
Vala SólrúnGestsdóttir
Kristófer Jensson
Heiðar Örn Kristjánsson
Pétur Ben
Soffía Björg
Fríða Dís
Rúnar Sigurbjörnsson
Miðasala verður kynnt von bráðar.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Bird RVK, Naustin/Tryggvagata,Reykjavík, Iceland