Advertisement
Borgartún er ný plata Snorra Helgasonar og hljómsveitar hans Snákanna sem kemur út 30. október 2025. Platan hefur að geyma lög eftir Snorra sem eiga það sameiginlegt að fjalla um íslenska hversdaginn, fólkið sem hér býr og þeirra vonir og drauma. Fólk eins og sæta en persónuleikalausa fótboltastrákinn Aron sem skilur ekki af hverju kærusturnar dömpa honum alltaf, Signýju sem dúxaði í öllu og tók öll “réttu” skrefin en finnst líf sitt innantómt í glergímöldum Borgartúns og unglingarnir Torfi og Unnur sem fella hugi saman í vinnuskúr hjá bæjarvinnunni. Allir þessir karakterar og fleiri til birtast í Borgartúni Snorra Helgasonar og verða með okkur á sviðinu í Austurbæjarbíói 13. nóvember þegar Snorri og Snákarnir ásamt góðum gestum ætla að fagna útgáfunni, spila plötuna í gegn í bland við gamalt og gott stöff.
Miðasala hefst 1. október 2025 á stubb.is!
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Austurbæjarbíó, Snorrabraut 37,Reykjavík, Iceland
Tickets