Advertisement
Sumardaginn fyrsta fer Skeifudagurinn fram að venju en hann hefur verið haldinn hátíðlegur við skólann síðan 1957 og dregur nafn sitt af Morgunblaðsskeifunni. Morgunblaðsskeifan eru verðlaun gefin af Morgunblaðinu og vildi blaðið með því „sýna hug sinn til þessarar fornu og fögru íþróttar, hestamennskunnar“.Hestamannafélag nemenda við skólann, Grani býður að þessu tilefni til uppskeruhátíðar búfræðinemenda sem stundað hafa hestamennskuáfanga við skólann í vetur en félagið hefur verið starfrækt í 71 ár. Dagskráin er hefbundin og hefst kl 13 í reiðhöll hestamiðstöðvar LbhÍ að Mið-Fossum. Nemendur sýna afrakstur vetrarins en þau temja trippi ásamt því að þjálfa tamið hross.
Að lokinni sýningu og keppni um Gunnarsbikarinn verður verðlaunaathöfn og kaffisala í Ásgarði á Hvanneyri þar sem nemendur selja kaffiveitingar og happadrættismiða í hinu margrómaða stóðhestahappadrætti. Í matsal Ásgarðs verða svo veittar viðurkenningar og Skeifuhafi krýndur fyrir árið 2025.
Viðburðurinn er öllum opinn og hvetjum við sem flesta til að koma og fagna komu sumars með okkur.
Nánari dagskrá þegar nær dregur kemur inn hér
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Mið-Fossar, Reykjavík, Iceland