Advertisement
Salka Sól Eyfeld hefur staðið í íslensku sviðsljósi um nokkra hríð og vakið athygli fyrir fjölhæfni sína. Hljómsveitin Amabadama kemur auðvitað upp í hugann þegar nafn hennar ber á góma þar sem hún söng eftirminnilega en þess utan hefur hún samið og flutt tónlist í leikhúsi og verið vinsæl útvarpskona og skemmtikraftur. Salka spilar á ólíklegustu hljóðfæri og það er ekki ólíklegt að við fáum að sjá hana sýna færni sína í þeirri deild. Uppáhaldslög listakonunnar í bland við frumsamið efni verður á dagskránni og það er 107% öruggt að þetta verður gott kvöld. Guðmundur Óskar Guðmundsson mun sjá um bassaleik.Hin lífsseiga spjalltónleikaröð Jóns Ólafssonar, Af fingrum fram, fagnar nú stórafmæli og dagskrá vetrarins er í senn spennandi, fjölbreytt og áhugaverð! Af fingrum fram birtist landsmönnum fyrst í formi sjónvarpsþáttar sem hlaut Edduverðlaunin á fyrsta vetri en fyrir 15 árum ákvað gestgjafinn að prófa að færa þessa hugmynd inn á svið Salarins í Kópavogi við mikinn fögnuð Íslendinga sem hafa flykkst á tónleikaröðina allar götur síðan.
Forsala stendur til 10.ágúst 2024.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Salurinn Tónlistarhús, Hamraborg 6, 200 Kópavogsbær, Ísland,Kópavogur, Kopavogur, Iceland
Tickets