Leslyndi með Jóni Kalman Stefánssyni

Wed Apr 02 2025 at 12:15 pm to 01:00 pm UTC+00:00

Bókasafn Kópavogs | Kopavogur

MEK\u00d3 - Menning \u00ed K\u00f3pavogi
Publisher/HostMEKÓ - Menning í Kópavogi
Leslyndi me\u00f0 J\u00f3ni Kalman Stef\u00e1nssyni
Advertisement
Leslyndi hverfist um yndislestur og uppáhaldsbækur. Þjóðþekktir bókaunnendur stíga á stokk og deila eftirlætishöfundum og bókakveikjum með gestum. Ævintýri og ástarsögur, dagbækur og draumráðningar, sígildar sögur og samtímaverk, orðið er frjálst.
Jón Kalman Stefánsson, rithöfundur, mætir á Bókasafn Kópavogs í aprílbyrjun og fjallar um nokkrar bækur sem hafa skilið eftir spor.
Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.
Viðburðurinn er styrktur af menningar- og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar.
___
Jón Kalman Stefánsson fæddist í Reykjavík 17. desember 1963. Hann bjó í borginni til 12 ára aldurs en flutti þá til Keflavíkur og bjó þar til ársins 1986; þá lá leiðin aftur til Reykjavíkur, með stúdentspróf úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja upp á vasann. Frá 1975 til 1982 var hann með annan fótinn vestur í Dölum, vann meðal annars í sláturhúsinu í Búðardal og frá 1979 til 1982 stundaði hann ýmis störf, vann við saltfisk og skreið, múrverk og var eitt sumar lögreglumaður á Keflavíkurflugvelli. Jón Kalman nam bókmenntir við Háskóla Íslands frá haustmánuðum 1986 og með hléum til 1991 en lauk ekki prófi. Hann kenndi bókmenntir í eitt ár við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, hálft ár við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, skrifaði jafnframt greinar fyrir Morgunblaðið, ritdæmdi þar bækur í nokkur ár. Jón bjó í Kaupmannahöfn 1992 til 1995, las, skúraði, taldi strætisvagna. Hann starfaði sem bókavörður við Héraðsbókasafnið í Mosfellsbæ fram til vorsins 2000. Síðan þá hefur hann starfað sem rithöfundur.
Fyrsta bók hans, ljóðabókin Með byssuleyfi á eilífðina, kom út árið 1988. Síðan hefur hann sent frá sér fleiri ljóðabækur, smásögur og skáldsögur. Fjórar af bókum Jóns Kalmans hafa verið tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, 2001, 2004, 2007 og 2015. Hann hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2005 fyrir skáldsöguna Sumarljós, og svo kemur nóttin og tilnefningu til þeirra fyrir Hjarta mannsins (2011), Fiskarnir hafa enga fætur (2013), Eitthvað á stærð við alheiminn (2015), Sögu Ástu (2017) og Himintungl yfir heimsins ystu brún (2024). Hann hefur einnig hlotið Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana fjórum sinnum. Verk Jóns Kalmans hafa verið þýdd á önnur mál, svo sem þýsku, ensku, frönsku og Norðurlandamál og hafa þýðingarnar einnig hlotið fjölda viðurkenninga.
2024 hlaut Jón Kalman Budapest Grand Prize og var heiðursgestur á Alþjóðlegu bókmenntahátíðinni í Búdapest. Þessi virtu verðlaun eru árlega veitt rithöfundi sem telst í fremstu röð samtímahöfunda
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Bókasafn Kópavogs, Hamraborg 6A, 200 Kópavogsbær, Ísland,Kópavogur, Kopavogur, Iceland

Sharing is Caring:

More Events in Kopavogur

Haltu m\u00e9r \u2013 slepptu m\u00e9r | T\u00f6lvuleikir og t\u00f6lvuleikjanotkun ungmenna
Tue, 01 Apr, 2025 at 08:00 pm Haltu mér – slepptu mér | Tölvuleikir og tölvuleikjanotkun ungmenna

Hamraborg 6a, 200 Kópavogur, Iceland

Lesi\u00f0 \u00e1 milli l\u00ednanna | \u00deessir dj\u00f6fulsins karlar
Thu, 03 Apr, 2025 at 03:00 pm Lesið á milli línanna | Þessir djöfulsins karlar

Bókasafn Kópavogs

Gu\u00f0r\u00fan Gunnars - Skandinavia
Thu, 03 Apr, 2025 at 08:00 pm Guðrún Gunnars - Skandinavia

Hamraborg 6, 200 Kópavogur, Iceland

Belonging?
Fri, 04 Apr, 2025 at 08:30 pm Belonging?

Hamraborg 6, 200 Kópavogur, Iceland

Kennaran\u00e1m \u00ed st\u00f3laj\u00f3ga
Sat, 05 Apr, 2025 at 09:00 am Kennaranám í stólajóga

Heillandi hugur - Fræðslu og heilsusetur

Keramik - Fj\u00f6lskyldusmi\u00f0ja me\u00f0 H\u00f6nnu D\u00eds Whitehead
Sun, 06 Apr, 2025 at 01:00 pm Keramik - Fjölskyldusmiðja með Hönnu Dís Whitehead

Garðatorgi 1, 210 Garðabær, Iceland

Uppeldi barna | Foreldramorgunn
Thu, 10 Apr, 2025 at 10:00 am Uppeldi barna | Foreldramorgunn

Bókasafn Kópavogs

Kopavogur is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Kopavogur Events