Advertisement
Þá er komið að því.Rokkkórinn ætlar að stíga á stokk hjá nágrönnum okkar í Búðardal. Þar ætlar kórinn vera með tónleika í Dalabúð laugardagskvöldið 26. apríl kl. 20:00 og er það partur af dagskrá bæjarhátíðarinnar Jörvagleði.
Dagskrá tónleikanna mun spanna lög yfir 50 ára tímabil og því um fjölbreytta dagskrá að ræða.
Rokkkórinn er 25 manna kór úr Húnaþingi vestra sem hefur verið starfandi síðan 2021. Er þetta í annað skiptið sem kórinn stendur sjálfur fyrir tónleikum en hefur einnig komið fram sem gestaatriði í nokkur skipti. Meðlimir kórsins koma úr öllum áttum, bændur, kennarar, rafvirkjar, smiðir, dýralæknir, innheimtustjóri, fjármálastjóri, prjónakall, sjúkraliði, leikskólakennari, innkaupastjóri, sjúkraflutningamenn og áfram mætti telja. Æfingar fyrir þessa tónleika hafa staðið yfir með hléum síðan haustið 2023 og er mikil tilhlökkun í kórnum með að sýna afrakstur þeirra.
Tónleikarnir hefjast kl. 20:00.
Miðaverð er 5.000 kr.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Dalabúð, Stykkishólmur, Reykjavík, Iceland