Nani: Útgáfutónleikar Nínu Basdras og Ásgeirs Ásgeirssonar

Thu, 18 Sep, 2025 at 08:00 pm UTC+00:00

Grundarstígur 10, 101 Reykjavík, Iceland | Reykjavík

Hannesarholt
Publisher/HostHannesarholt
Nani: \u00datg\u00e1fut\u00f3nleikar N\u00ednu Basdras og \u00c1sgeirs \u00c1sgeirssonar
Advertisement
Nani – Útgáfutónleikar
Nina Basdras (sópran) og Ásgeir Ásgeirsson (gítar)
Nani er safn vel þekktra grískra vögguvísa, endurunnar fyrir rödd og gítar í hlýlegu, hljóðrænu umhverfi. Lögin – bæði úr grískri þjóðlagaarfleifð og eftir ástsæl tónskáld Grikklands – hafa verið útsett og hljóðrituð með eitt skýrt markmið: að hljóma eins og einhver sé þarna við hliðina á þér og syngi þig í svefn.
Tónleikarnir marka útgáfu plötunnar, sem varð til út frá reynslu sópransöngkonunnar, Ninu Basdras, af fyrstu mánuðum móðurhlutverksins, þegar hún ól upp son sinn, Ares Þór, á milli tveggja menningarheima. Þessar vögguvísur urðu leið hennar til að halda tengslum við grískar rætur sínar, deila menningu sinni með syni sínum og róa hann með tónlist og tungumáli.
Flutningurinn fer fram í kyrrlátu umhverfi og býður áheyrendum – foreldrum, börnum og tónlistarunnendum – að stíga inn í mildan hljóðheim mótaðan af minningum, umhyggju og tímalausum takti vögguvísunnar.
Nina Basdras
Lýrískur sópran
Nina Basdras er grískur lýrískur sópran búsett í Reykjavík. Með bakgrunn í klassískum söng og leiklist í farteskinu færir hún tilfinningalega dýpt og dramatíska næmni inn í flutning sinn.
Hún er upprunalega frá Aþenu og stundaði nám í leiklist áður en hún sneri sér að klassískum söng. Hún hefur þjálfað og komið fram víðsvegar um Evrópu. Verk hennar spanna óperu, listrænan söng og þverfaglegar sýningar þar sem hún sameinar rödd og sviðstækni á tjáningaríkann og náinn hátt.
Tónleikarnir í kvöld marka útgáfu Nani — djúpt persónulegrar plötu með grískum vögguvísum, innblásinni af vegferð hennar inn í móðurhlutverkið. Með þessu verkefni kannar Nina minni, menningarlega sjálfsmynd og hljóðláta kraft tónlistarinnar til að hugga, tengja og halda hefðum á lífi.
Ásgeir Ásgeirsson – gítarleikari og tónskáld
Ásgeir Ásgeirsson er íslenskur gítarleikari og strengjaleikari með yfir 30 ára reynslu. Hann er fjölhæfur tónlistarmaður sem leikur popp, rokk, djass og heimstónlist og hefur komið fram með flestum fremstu tónlistarmönnum Íslands og fjölda alþjóðlegra listamanna, þar á meðal Dave Weckl, Guthrie Govan og Seamus Blake.
Ásgeir lauk námi frá Tónlistarskóla FÍH árið 1999 og hélt áfram í djasstónlist við Conservatorium van Amsterdam. Hann hefur einnig stundað sérnám í strengjahljóðfærum og tónlistarmenningu Austurlanda, m.a. í Grikklandi, Tyrklandi, Búlgaríu, Íran og Jórdaníu.
Hann hefur gefið út fimm sólóplötur, þar af tvær djassplötur með frumsömdu efni (Passing Through, Tríó) og þrjár byggðar á þjóðlögum og samvinnu við tónlistarfólk frá Mið-Austurlöndum og Balkanskaganum (Two Sides of Europe, Travelling Through Cultures, Persian Path). Söngkonan Sigríður Thorlacius syngur á flestum verkanna.
Ásgeir hefur komið fram á tónleikum víða um heim, m.a. á Listahátíð í Reykjavík, í Skandinavíu og í Jórdaníu, og starfar með margvíslegum hópum, m.a. Stórsveit Reykjavíkur, Sinfóníuhljómsveit Íslands og eigin hljómsveitum eins og Skuggamyndum frá Býsans og djasstríóinu 6.6.
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Grundarstígur 10, 101 Reykjavík, Iceland, Grundarstígur 10, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland

Tickets

Sharing is Caring:

More Events in Reykjavík

Tengjum r\u00edki\u00f0 r\u00e1\u00f0stefna 2025
Thu, 18 Sep at 01:00 pm Tengjum ríkið ráðstefna 2025

Hilton Reykjavík Nordica (Reykjavík, Iceland)

Databeers Reykjavik #13
Thu, 18 Sep at 05:30 pm Databeers Reykjavik #13

Alvotech

S\u00cdM Gallery - Kristoffer Ala-Ketola: The Nightspell
Thu, 18 Sep at 06:00 pm SÍM Gallery - Kristoffer Ala-Ketola: The Nightspell

Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Iceland

Healing Conference and School with Joan Hunter
Thu, 18 Sep at 07:00 pm Healing Conference and School with Joan Hunter

Íslenska Kristskirkjan

Norr\u00e6n kvikmyndaveisla 2025!
Thu, 18 Sep at 07:00 pm Norræn kvikmyndaveisla 2025!

Hverfisgata 54, 101 Reykjavík, Iceland

Culture Over Division - An International Seminar for Creative Europeans
Fri, 19 Sep at 09:00 am Culture Over Division - An International Seminar for Creative Europeans

Borgartún 30, 105 Reykjavíkurborg, Ísland

Aurora Equinox Retreat Iceland
Fri, 19 Sep at 02:00 pm Aurora Equinox Retreat Iceland

Snæfellsjökull National Park

RVKT\u00d3BERFEST Kv\u00f6ld 1
Fri, 19 Sep at 04:00 pm RVKTÓBERFEST Kvöld 1

Skipholt 33, 105 Reykjavík, Iceland

Bob Marley: How Reggae changed the world
Fri, 19 Sep at 08:00 pm Bob Marley: How Reggae changed the world

12 Tjarnargata, 101 Reykjavík, Iceland

Ensemble Adapter performs Gu\u00f0mundur Steinn Gunnarsson
Fri, 19 Sep at 08:00 pm Ensemble Adapter performs Guðmundur Steinn Gunnarsson

Óðinsgata 2, 101 Reykjavík, Iceland

FLXS Cauda Collective
Fri, 19 Sep at 08:15 pm FLXS Cauda Collective

Grundarstígur 10, 101 Reykjavík, Iceland

Reykjavík is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Reykjavík Events