Lífræni dagurinn 2025

Sat Sep 20 2025 at 10:00 am to 03:00 pm UTC+00:00

Norræna húsið The Nordic House | Reykjavík

L\u00edfr\u00e6nt \u00cdsland
Publisher/HostLífrænt Ísland
L\u00edfr\u00e6ni dagurinn 2025
Advertisement

L Í F R Æ N I D A G U R I N N
Lífræni dagurinn verður haldinn hátíðlegur um allt land í fjórða sinn laugardaginn 20.september kl 10-15.
N O R R Æ N A H Ú S I Ð
Viðburðurinn á höfuðborgarsvæðinu verður í Norræna húsinu. Þar verða lífrænir bændur og framleiðendur á staðnum að kynna og selja sínar vörur. Það verður því sannkölluð matarmarkaðsstemning. Einnig verða kynntar og seldar lífrænt vottaðar snyrtivörur.
Plantan bístró í Norræna húsinu, ætlar að bjóða upp á sérstakan rétt í tilefni dagsins, byggðan nær alfarið á lífrænum íslenskum hráefnum. Það verður því hægt að gæða sér á dýrindis lífrænum íslenskum mat þennan dag á Plöntunni og fræðast um lífræna ræktun í leiðinni.
Lífrænir bændur og framleiðendur sem verða í Norræna húsinu:
BIO bóndinn - kartöflubóndi
Hæfingastöðin Bjarkarás - garðyrkjustöð
Breiðargerði garðyrkjustöð
Móðir Jörð, Vallanesi, kornræktar- og garðyrkjustöð
Villimey, snyrtivörur
Yrkja, Syðra Holt - garðyrkjustöð
Fleiri eiga eftir að bætast við og munu upplýsingar um þá birtast hér á næstunni.
B A R N A D A G S K R Á Í N O R R Æ N A H Ú S I N U
Milli kl 10-11 verður barnadagskrá í gróðurhúsinu þar sem verður m.a. hægt að læra að búa til lífrænan áburð, sá fræjum í pott og taka með heim, lífrænt bingó og fleira.
D A G S K R Á Í N O R R Æ N A H Ú S I N U
Kl 10-15 matarmarkaður í anddyri Norræna hússins.
Kl 10-11 barnadagskrá í gróðurhúsinu
Kl 10-15 Plantan bistro með lífrænan íslenskan rétt sem hægt er að kaupa.
Kl 13-13:30 Erindi í salnum: Elínborg Erla Ásgeirsdóttir formaður VOR - Verndun og ræktun (félag um lífræna ræktun og framleiðslu) og Anna María Björnsdóttir (verkefnastjóri Lífræna dagsins og kvikmyndagerðakona).
Kl 13:30 Opin sýning á heimildarmyndinni GRÓU í salnum. GRÓA fjallar um lífræna ræktun á Íslandi en í myndinni er m.a. fylgst með stofnun lífræna dagsins árið 2022. Leikstjórar myndarinnar eru Tumi Bjartur Valdimarsson og Anna María Björnsdóttir.
L A N D S B Y G G Ð I N
Viðburðir verða víðsvegar um landið á sama tíma og eru BIO bóndinn á Litlu-Hildisley í Landeyjum, Móðir jörð í Vallanesi og Yrkja, Syðra-Holti í Svarfaðardal búin að staðfesta opin hús á lífræna daginn.
Upplýsinga um fleiri opin hús er að vænta fljótlega.
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Norræna húsið The Nordic House, Bókmenntahátíð í Reykjavík / the Reykjavik International Literary Festival, 102 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland

Sharing is Caring:

More Events in Reykjavík

F\u00f6ndrum og spj\u00f6llum | Free Icelandic Practice at the Library
Sat, 20 Sep at 11:30 am Föndrum og spjöllum | Free Icelandic Practice at the Library

Borgarbókasafnið Grófinni / The Reykjavik City Library Grófin

Krakkal\u00fabburinn Krummi \u2013 Leikur a\u00f0 gr\u00e6num reyk
Sat, 20 Sep at 02:00 pm Krakkalúbburinn Krummi – Leikur að grænum reyk

Fríkirkjuvegur 7, 101 Reykjavík, Iceland

T\u00f6frandi Sinf\u00f3n\u00eda
Sat, 20 Sep at 02:00 pm Töfrandi Sinfónía

Eldborg, Harpa, Austurbakka 2

HELLIRINN METALFEST 5 - 2025
Sat, 20 Sep at 05:00 pm HELLIRINN METALFEST 5 - 2025

TÞM - Hellirinn

Birnir - St\u00f3rt\u00f3nleikar \u00ed Laugardalsh\u00f6ll
Sat, 20 Sep at 07:00 pm Birnir - Stórtónleikar í Laugardalshöll

Laugardalshöllin

Ungsveitin leikur Tsjajkovsk\u00edj
Sun, 21 Sep at 02:00 pm Ungsveitin leikur Tsjajkovskíj

Eldborg, Harpa, Austurbakka 2

Reykjavík is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Reykjavík Events