Advertisement
Ljósið Rokkar er einstök tónlistarveisla til styrktar Ljósinu endurhæfingarmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein. Hátíðin verður haldin til minningar um April Stjörnu á Gauknum sunnudaginn 9.febrúar næstkomandi. Markmið tónleikanna er að vekja athygli á mikilvægu og ómetanlegu starfi Ljóssins og safna fjármagni til að tryggja áframhaldandi stuðning fyrir þá sem þurfa á því að halda. Kvöldið verður fullt af kraftmiklum tónlistarflutningi, gleði og samstöðu, þar sem listamenn koma fram og sameina fólk í ógleymanlegri upplifun. Með þátttöku þinni hjálpar þú ekki aðeins að skapa frábært kvöld, heldur einnig að leggja þitt af mörkum til þess að lýsa upp líf þeirra sem glíma við erfiða vegferð.
Á hátíðinni verður fjölbreytt dagskrá til stuðnings Ljósinu. Í boði verða kökusala, varningur seldur af sjálfboðaliðum Ljóssins, spennandi happdrætti og tækifæri til að leggja sitt af mörkum með frjálsum framlögum.
Aðgangseyrir er 2.500 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn undir 16 ára💲
Komið og njótið kvöldsins með okkur og styðjið með því við þetta góða málefni.
Húsið opnar kl 17 og fyrsta band byrjar kl 18.
Tónlistamenn kvöldsins:
Eyþór Ingi
Teitur Magnússon
Mørose
Moskvít
The Wolfpack
Fleiri upplýsingar koma síðar.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Gaukurinn, Tryggvagata 22, 101 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland