Advertisement
Hið árlega kútapartí Fágunar verður haldið á leikvellinum á Klambratúni (hjá grillinu) að vanda þetta árið. Um er að ræða viðburð þar sem fólk fær tækifæri til að smakka á ýmsu heimabruggi og hitta heimabruggarana sem brugguðu það. Frábært tækifæri til að kynnast þessu áhugamáli, og jú, til að fá framúrskarandi veigar án endurgjalds.Við dælum til allavega 16:30 (svo framarlega sem bjórinn klárast ekki) og eflaust lengur.
Boðið verðu upp á grillaðar py(u)lsur og meððí meðan byrgðir endast.
Félagið mætir með kranastöð og skaffar kolsýru en fólki er að sjálfsögðu frjálst að mæta með flöskur, eigin krana eða hvað sem því lystir. Fágun vill þó óska eftir því að sem flestir sendi skilaboð á félagið með tölvupósti ([email protected]) eða í skilaboðum á Facebook svo við höfum yfirsýn yfir magn og fjölbreytni veiga.
Frjáls framlög til félagsins eru vel þegin og verður tekið við þeim á staðnum.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Klambratún, Klambratún, Flókagata, 105 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland