Advertisement
Bílskurshljómsveitir lýðveldisins og aðrar stórsveitir koma út úr skúrum landsins á menningarnótt 2025 og leika bara allskonar, fönk, blús popp, rokk og jazz. Veislan fer fram í Iðnó og er þetta í 9. sinn sem hátíðin er haldin á menningarnótt. Áhugafólk í bland við reynslubolta og landsliðsfólk í tónlist stíga á stokk. Helstu tíðindi þessarar hátíðar eru þau að hins goðsagnakennda jazz og fönksveit Súldin kemur saman á ný eftir langt hlé. Þá stíg á stokk félagarnir í Seiseijú hópnum, en þar eru á ferðinni gamlir æskufélagar sem ma. léku saman í hljómsveitunum Dögg, Paradís og Start hér á árum áður.
Tónlistarveislunni í Iðnó lýkur svo með því að hin rómaða Blússveit Þollýar tekur sviðið kl. 20.00.
Allt að gerast í Iðnó á menningarnótt.
Dagskrá kynnt nánar er nær dregur.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
IÐNÓ, Vonarstræti 3,Reykjavík, Iceland