Advertisement
Kári Egils og hljómsveit spila í Iðnó 18. janúar kl. 20. Kári gaf út plötuna Palm Trees In The Snow árið 2023, sem vakti athygli fyrir þroskaðar, melódískar lagasmíðar og vandaðar útsetningar. Hann var valinn Bjartasta vonin á Íslensku Tónlistarverðlaununum 2024 og nú vinnur hann að útgáfu annarar poppplötu sinnar. Kári er úti í námi í Bandaríkjunum og því er þetta eina tækifærið til að sjá tónleika með honum í bili.
Hljómsveitina skipa Ívar Andri Klausen á gítar, Friðrik Örn Sigþórsson á bassa, og Bergsteinn Sigurðarson á trommur. Saman leika þeir efni af Palm Trees In The Snow, ásamt glænýju efni. Nokkur lög af væntanlegri plötu Kára verða frumflutt á tónleikunum.
Þetta eru sitjandi tónleikar.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
IÐNÓ, Vonarstræti 3,Reykjavík, Iceland
Tickets