Advertisement
Þetta ferðalag er búið til fyrir þá sem eru oft að berjast við kvíða, þráhyggju og jafnvel ADHD. Markmiðið í ferðalaginu er að þátttakendur geti náð að sefa taugakerfið, hugann og öðlast frið og ró innra með sér.Þetta ferðalag er mjúkt og leiðir þig inn í hjarta þitt í stað þess að dvelja í huganum. Þú lærir aðferð til að sefa þinn huga sjálf/sjálfur hvenær sem er, þú hefur möguleika á að ganga út úr tímanum og upplifa endurnæringu á við margra tíma samfelldann svefn.
Þú ert við stjórnina í þessu ferðalagi en með leiðsögn og góðri tónlist færðu tækifæri til að gefa þér ró, frið og stund til að slaka á og hvíla þig frá endurteknum hugsunum sem valda þér kvíða og jafnvel ótta.
Lengd ferðlags: 1:15
Tungumál: Íslenska
Tíminn allur um: 2 klst.
Fyrirvari Öndunartækni eins og við notumst við í ferðalögunum er flestum holl og til góðs ef iðkuð rétt.
En því miður er ekki öllum óhætt að stunda þær í öllum tilfellum og við þurfum stundum að breyta tækninni sem notuð er til að tryggja þitt öryggi.
Ef eitthvað á eftirfarandi lista á við um þig, núna eða nýlega, vinsamlegast hafðu þá samband við okkur áður en þú skráir þig í tímann til að tryggja að þú upplifir þig í öryggi þegar þú kemur í tímann:
- Meðganga
- Kvíðaköst
- Taugaáföll
- Hár eða óvenjulegur blóðþrýstingur
- Hjartasjúkdómar
- Æðasjúkdómar
- Lungnasjúkdómar
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Leiðin heim - Holistic healing center , Laugavegur 178 við Bolholt, 3rd floor,Reykjavík, Iceland
Tickets