Konur þurfa bara ...

Fri Jan 16 2026 at 08:30 pm to 10:30 pm UTC+00:00

Tjarnarbíó (Reykjavík, Iceland) | Reykjavík

Konur \u00feurfa bara ...
Advertisement
Sprenghlægilegt uppistand með Sóley Kristjáns og Auðbjörgu Ólafs sem sýnt er í Tjarnarbíó leikárið 25/26. Þær velta fyrir sér öllu því sem konur þurfa bara … og allskonar annað skemmtilegt.
Sóley og Auðbjörg eru miðaldra, þær eru á breytó og þær eru ferskari og fyndnari en nokkru sinni fyrr, enda konur með reynslu.
Sóley og Auðbjörg slógu í gegn í fyrra með afmælisuppistandssýningum sínum sem þær héldu báðar í fyrsta skiptið í sitthvoru lagi í. Sóley með “Að finna taktinn: Miðaldra uppistand” og Auðbjörg með “Ég elska þig alheimur”.
Þegar að þessar fyndnu, einlægu og ástríðufullu miðaldra fjölskyldu- og framakonur fréttu hvor af annarri ákváðu þær að sameina krafta sína og úr varð sýningin „Af hverju fórum við ekki bara á gönguskíði?“, sem hefur verið sýnd víða um landið við frábærar undirtektir.
Nú mæta þær aftur – með enn meiri reynslu í farteskinu og fjalla á sinn einstaka og einlæga hátt um allt það stórkostlega, hversdagslega og fyndna sem drífur á daga miðaldra fjölskyldu-og framakvenna sem þurfa bara að láta allt ganga upp. Dóra Jóhannsdóttir veitti þeim liðsinni og er sérlegur kómískur dramatúr sýningarinnar.
Komdu og hlæðu með okkur í Tjarnarbíó, við lofum góðu kvöldi með æðislegum hlátri. Allt sem þú þarft að gera er að mæta.
Hvað segja áhorfendur:
"Frábær sýning. Tárin láku í hlátursköstunum hjá vinkonuhópnum og við komum hundahreinsaðar út!"
"Ég fór á uppistand Auðbjargar og Sóleyjar og það fór langt fram úr væntingum – algjörlega frábær skemmtun! Þær draga fram húmorinn í hversdagslegum – jafnvel grafalvarlegum – atriðum með sjarma, sjálfsgagnrýni og einlægni. Útkoman er bæði hlátur og spegilmynd af lífinu – algjör snilld að geta hlegið saman að þessu. Mæli eindregið með!"
"Auðbjörg og Sóley eru kærkomin viðbót í uppistands flóruna. Ótrúlega fyndnar og hitta alveg í mark með gríni um sjálfa sig sem ég gat algjörlega speglað mig í."
"Frábært uppistand - tilvistarkreppu nútíma konunnar lýst af miklum húmor sem var beittur og ljúfur um leið - átti frábæra kvöldstund!!!"
"“Húmorinn hittir beint í mark – bráðfyndin sýning sem talar beint til konu! Mjög skemmtileg sýning”
„Geggjuð sýning! Þær ná fullkomlega að fanga það sem við konur á miðjum aldri erum flestar að fást við, og gera það á þann hátt að maður grenjar úr hlátri á sama tíma og maður fyllist aðdáun og samkennd með kynsystrum sínum.“
"Stórkostlegar, hreint út sagt, það er svo langt síðan ég hef hlegið svona mikið. Svo gaman að hlusta á þetta skoplega samhengi fjölskyldunnar og kvenna á breytó. Hittir beint í mark."
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Tjarnarbíó (Reykjavík, Iceland), Tjarnargata 12,Reykjavík, Iceland

Icon
Concerts, fests, parties, meetups - all the happenings, one place.

Ask AI if this event suits you:

More Events in Reykjavík

N\u00e1mskei\u00f0 \u00ed Vatnsme\u00f0fer\u00f0 - Aguahara Stig 1
Fri, 16 Jan at 04:00 am Námskeið í Vatnsmeðferð - Aguahara Stig 1

Hátún 12, 105 Reykjavíkurborg, Ísland

V\u00edsindafer\u00f0 Gulleggsins 2026!
Fri, 16 Jan at 05:00 pm Vísindaferð Gulleggsins 2026!

Bjargargata 1, 102 Reykjavík, Iceland

Moulin Rouge! - F\u00f6studagspart\u00eds\u00fdning!
Fri, 16 Jan at 09:00 pm Moulin Rouge! - Föstudagspartísýning!

Hverfisgata 54, 101 Reykjavík, Iceland

Mar\u00eda Magdalena og frumkristnin. Fyrirlestur og h\u00e1degisver\u00f0ur. Jan\u00faar 2026
Sat, 17 Jan at 11:00 am María Magdalena og frumkristnin. Fyrirlestur og hádegisverður. Janúar 2026

Óðinsgata 1, 101 Reykjavík, Iceland

Folaldas\u00fdning \u00ed S\u00f6\u00f0ulsholti 2026
Sat, 17 Jan at 01:00 pm Folaldasýning í Söðulsholti 2026

Hestamiðstöðin Söðulsholt

Kokteiln\u00e0mskei\u00f0 me\u00f0 margf\u00f6ldum \u00cdslands-og heimsmeistara s\u00ed\u00f0an kokteil bing\u00f3 \ud83c\udf7b\ud83c\udf78\ud83c\udf7b
Sat, 17 Jan at 04:00 pm Kokteilnàmskeið með margföldum Íslands-og heimsmeistara síðan kokteil bingó 🍻🍸🍻

Vínlandssetur - The Leif Eiriksson Center

\ud83c\udf89 \u00deORRABL\u00d3T GRAFARVOGS 2026 \ud83c\udf89
Sat, 17 Jan at 06:00 pm 🎉 ÞORRABLÓT GRAFARVOGS 2026 🎉

Egilshöll, Fossaleyni 1, 112 Reykjavík, Iceland

\u00deorrabl\u00f3t \u00cdR
Sat, 17 Jan at 07:00 pm Þorrablót ÍR

Skógarsel 12, 109 Reykjavík, Iceland

Reykjavík is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Reykjavík Events