Advertisement
Jazzklúbburinn Múlinn heldur áfram með vordagskrá sína með spennandi tónleikum miðvikudaginn 26. febrúar kl. 20:00 á Björtuloftum, Hörpu. á tónleikunum kemur fram kvartett gítarleikarans Ásgeir Ásgeirssonar mun kvartettinn leika frumsamin lög Ásgeirs af sólóplötum hans og lög af plötum sem hann hefur gert í samstarfi við aðra listamenn. Árið 2006 kom út fyrsta sólóplata Ásgeirs "Passing Through" en á henni léku meðal annars þeir Chris Cheek og Matt Penman, árið 2015 kom út platan Tríó þar sem fjölmargir íslenskir hljóðfæraleikarar komu við sögu . Einnig verða leikin lög af íslenska þjóðlagaþríleiknum í nýjum útsetningum sem og lög af plötu sem Ásgeir gerði samstarfi við söngkonuna Rebekku Blöndal. Ásgeir hyggst ráðast í stóra útgáfu á þessu ári og munu ný lög hljóma þetta kvöld í bland við lög af fyrrnefndum plötum.Fram koma:
Ásgeir Ásgeirsson, gítar
Kjartan Valdemarsson, píanó
Birgir Steinn Theodórsson, bassi
Magnús Trygvason Eliassen, trommur
Ásgeir Ásgeirsson Quartet
The quartet will play Ásgeir's original songs from his solo albums and his songs from albums he has made in collaboration with other artists. In 2006, Asgeir's first solo album Passing through was released, which featured Chris Cheek and Matt Penman, among others, in 2015, the album Tríó was released, where numerous Icelandic artists appeared, and then songs from the Icelandic folk song trilogy will be played in new arrangements as well as songs from an album that Asgeir made in collaboration with the singer Rebekka Blöndal. Ásgeir intends to release another trilogy this year and will play new songs this evening mixed with songs from the previously mentioned albums. Asgeir Asgeirsson has been one of the most sought-after guitarists in the nation for the past 30 years, and many bands and collaborations with other artists have enjoyed great popularity as well as his solo albums. Ásgeir´s quartet contains some of Iceland´s finest musicians
Ásgeir Ásgeirsson, guitar
Kjartan Valdemarsson, piano
Birgir Steinn Theodórsson, bass
Magnús Trygvason Eliassen, drums
The concert starts at 20 @ Björtuloft, Harpa Concert House. Tickets ISK 4500.
Spennandi vordagskrá Múlans heldur síðan áfram á miðvikudagskvöldum fram í miðjan maí. Múlinn er að hefja sitt 28. starfsár en hann er samstarfsverkefni Félags Íslenskra Hljómlistamanna (FÍH) og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans.
Múlinn er styrktur af Reykjavíkurborg, SUT sjóðnum og er í samstarfi við Heimstónlistarklúbbinn og Hörpu. Jazzklúbburinn Múlinn er handhafi Íslensku tónlistarverðalaunanna.
Tónleikar Múlans fara fram á miðvikudagskvöldum klukkan 20:00 á Björtuloftum, fimmtu hæð Hörpu. Miðaverð kr. 4500 og 3300 fyrir nemendur og eldri borgara, miðar fást í miðasölu Hörpu.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Harpa Concert Hall and Conference Centre, 101 Reykjavík, Iceland, Austurbakki 2, 101 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland
Tickets