Advertisement
ÍSLENSKABassaleikarinn Sigmar Þór Matthíasson gaf út sína þriðju sóló plötu þann 30.ágúst síðastliðinn. Platan, sem nefnist Uneven Equator, er einskonar rökrétt en þó sjálfstætt framhald af hans síðustu plötu Meridian Metaphor, þar sem söngur og strengjahljóðfæri bætast við og stækka þannig hljóðheiminn - nútíma jazz sen blandast við austræna heimstónlist á frumlegan hátt.
Hljómsveit Sigmars hefur komið fram víða um land undanfarin 4 ár og hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2022 sem Flytjandi ársins (hópar) í flokki Jazz & Blús tónlistar.
Á tónleikunum í Djúpinu þann 14.nóvember mun hljómsveitin flytja efni af bæði Uneven Equator og Meridian Metaphor.
Hljómsveitina skipa:
Ásgeir Ásgeirsson - oud
Haukur Gröndal - klarinett
Ingi Bjarni Skúlason - píanó
Magnús Trygvason Eliassen - trommur
Sigmar Þór Matthíasson - kontrabassi & tónsmíðar
- -
Tónleikaröðin Jazz í Djúpinu fer fram á fimmtudagskvöldum kl. 20:30 haustið 2024. Djúpið er kjallarinn á veitingastaðnum Hornið (Hafnarstræti 15, 101 Reykjavík). Inngangur í Djúpið er að aftan, til móts við Bæjarins beztu. Inngangurinn í kjallarann opnar kl. 20:00. Miðaverð er 3.000 ISK, miðar eru seldir við innganginn og í forsölu. Tónleikaröðin eru skipulögð af Jazzdeild FÍH og er styrkt af Menningarsjóði FÍH, Tónlistarsjóði og Reykjavíkurborg. Athugið að ekki er hjólastólaaðgengi á staðnum.
ENGLISH
Bassist Sigmar Matthiasson released his third solo album on August 30th. The album, titled Uneven Equator, is a sort of logical yet independent continuation of his last album, Meridian Metaphor, where vocals and string instruments are added, thus expanding the soundscape—modern jazz blends with Eastern world music in an original way.
Sigmar's band has performed widely across Iceland over the past four years and received the Icelandic Music Awards in 2022 as Artist of the Year (groups) in the Jazz & Blues category.
At the concert at Djúpið on November 14th, the band will perform material from both Uneven Equator and Meridian Metaphor.
Band line-up:
Ásgeir Ásgeirsson - oud
Haukur Gröndal - clarinet
Ingi Bjarni Skúlason - piano
Magnús Trygvason Eliassen - drums
Sigmar Matthiasson - upright bass & compositions
- -
The Jazz í Djúpinu concert series takes place on Thursday nights at 8:30 PM during the autumn of 2024. Djúpið is the basement of the restaurant Hornið (Hafnarstræti 15, 101 Reykjavík). The entrance to Djúpið is at the back, facing Bæjarins beztu. The entrance to the basement opens at 8:00 PM. Ticket price is 3.000 ISK, tickets are sold at the entrance and in advance. The concert series is organised by the Jazz Department of FÍH and is supported by the Cultural Fund of FÍH, the Music Fund and the City of Reykjavík. Please note that there is no wheelchair access at the venue.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Veitingahúsið Hornið, Hafnarstræti 15, 101 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland
Tickets