Hvar get ég hitt Skjóðu?

Sun Nov 16 2025 at 01:00 pm to 02:00 pm UTC+00:00

Höfuðborgarsvæðið | Reykjavík

J\u00f3lasveinar
Publisher/HostJólasveinar
Hvar get \u00e9g hitt Skj\u00f3\u00f0u?
Advertisement
Skjóða systir jólasveinanna hefur slegið gjörsamlega í gegn síðustu ár. Hún geysist á milli jólaskemmtana allan desember. Nokkrir af þeim viðburðum sem hún heimsækir eru opnir fyrir almenning og vegna fjölda fyrirspurna höfum við ákveðið að gera þennan viðburð þar sem sjá má lista yfir alla opna viðburði þar sem hægt er að hitta hana á.
Viltu hitta Skjóðu í desember?
Það er lítið mál að senda línu á [email protected] og bóka Skjóðu jólaskemmtunina, hún heimsækir allar stærðir viðburða, allt frá heimsóknum í heimahús að stórum viðburðum.
Hér kemur svo listi yfir viðburði sem eru opnir fyrir almenning. Það bætast reglulega við viðburðir á þennan lista svo það er um að gera að fylgjast með.
-------------------------------------------------------------
15. nóv lau 13:00
Anna Bergljót Torarensen rithöfundur les uppúr glænýju jólabókinni Skjóða - fyrir jólin á Bókasafn Garðabæjar.
Hver veit nema Skjóða sjálf lítið við og hitti krakkana.
--------------------------------------------------------------
16. nóv sun 13:00
Anna Bergljót Torarensen rithöfundur les uppúr glænýju jólabókinni Skjóða - fyrir jólin á Bókahátíð í Hörpu.
Hver veit nema Skjóða sjálf lítið við og hitti krakkana.
--------------------------------------------------------------
16. nóv sun 14:00
Útgáfuhóf bókarinnar: Skjóða - fyrir jólin
Í Sölku bókaútgáfu og bókabúð, Hverfisgötu 89-93
Anna Bergljót Torarensen rithöfundur les uppúr glænýju jólabókinni:
Skjóða - fyrir jólin
Skjóða sjálf verður að sjálfsögðu á svæðinu á þessum merka viðburði. Boðið verður uppá léttar veitingar og fleira skemmtilegt.
Allir velkomnir.
--------------------------------------------------------------
23. nóv sun 13:00
Penninn, Smáralind.
Anna Bergljót Torarensen rithöfundur og Skjóða sjálf verða á staðnum að kynna nýju bókina sína: Skjóða - fyrir jólin.
-------------------------------------------------------------
26. nóv mið 17:00 - Langleggur og Skjóða - leikþáttur
Bókasafnið í Mosfellsbæ
Langleggur og Skjóða eru systkini jólasveinana, en þau hafa slegið víðsvegar í gegn um jólin síðustu ár. Skjóða ferðast milli jólaskemmtana með glænýja jólasögu á hverju ári sem er í raun skemmtilegur 15-20 mínútna jólaleikþáttur úr Grýluhelli. Langleggur bróðir hennar er mjög fyndinn og kemur oft með henni, hann er mjög flinkur á píanó og spilar undir sögunni. Eftir söguna syngja þau og dansa nokkur vel valin jólalög með börnunum.
----------------------------------------------------------------
27. nóv fim 17:30 - Langleggur og Skjóða - leikþáttur
Æskulýsðsstarf í safnaðarheimili Lágafellskirkju
Langleggur og Skjóða eru systkini jólasveinana, en þau hafa slegið víðsvegar í gegn um jólin síðustu ár. Skjóða ferðast milli jólaskemmtana með glænýja jólasögu á hverju ári sem er í raun skemmtilegur 15-20 mínútna jólaleikþáttur úr Grýluhelli. Langleggur bróðir hennar er mjög fyndinn og kemur oft með henni, hann er mjög flinkur á píanó og spilar undir sögunni. Eftir söguna syngja þau og dansa nokkur vel valin jólalög með börnunum.
----------------------------------------------------------------
30. nóv sun 17:15 - Langleggur og Skjóða kveikja á jólatrénu í Þorlákshöfn.
Viðburðurinn er utandyra svo við mælum með að klæða sig eftir veðri.
Skjóða tendrar ljósin á trénu í Þorlákshöfn við hátíðlega athöfn. Hún kemur að vanda með skemmtilegt atriði á sviðið, segir sögur úr Grýluhelli og syngur jólalög með krökkunum. Langleggur bróðir hennar verðu á staðnum með píanóið sitt og hver veit nema jólasveinar bætist í hópinn.
-----------------------------------------------------------------
13. des lau 12:00 - Langleggur og Skjóða - leikþáttur
Bóksala stúdenta á Háskólatorgi
Langleggur og Skjóða eru systkini jólasveinana, en þau hafa slegið víðsvegar í gegn um jólin síðustu ár. Skjóða ferðast milli jólaskemmtana með glænýja jólasögu á hverju ári sem er í raun skemmtilegur 15-20 mínútna jólaleikþáttur úr Grýluhelli. Langleggur bróðir hennar er mjög fyndinn og kemur oft með henni, hann er mjög flinkur á píanó og spilar undir sögunni. Eftir söguna syngja þau og dansa nokkur vel valin jólalög með börnunum.
Hver veit nema jólasveinn mæti á svæðið.
------------------------------------------------------------------
23. des þri 15:30 Langleggur og Skjóða
Jólaball á Þorláksmessu í Jólaþorpinu í Hafnarfirði.
Viðburðurinn er utandyra svo við mælum með að klæða sig eftir veðri.
Langleggur og Skjóða sjá um utandyra jólaball í Jólaþorpinu. Skjóða mætir með skemmtilega jólasögu að vanda og Langleggur spilar undir á hljómborð. Stuttu seinna hefst dansinn í kringum tréð og hver veit nema jólasveinar komi við á ballinu og dansi með.

---------------------------------------------------------------
---------------------------------------------------------------
Hver er Skjóða?
Mörg börn þekkja Skjóðu af hinum ýmsu viðburðum, enda hefur hún heimsótt fjöldann allan af jólaböllum í öllum stærðum og gerðum síðustu ár. Hún hefur einnig verið með leikrit á leikskólum, skólum og vinnustöðum, á bókasöfnum, í búðum, á útisviðum og svo mætti lengi telja. Hún hefur einnig sést ansi oft í vinsælu sýningunni Ævintýri í jólaskógi.
Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu hefur verið geysivinsælt á youtube frá því það kom fyrst út árið 2014. Þar hafa þau systkinin föndrað saman með börnum í mörg ár. Árið 2021 kom síðan út dagatalið þeirra Fjársjóðsleit þar sem þau systkinin læra umferðarreglurnar en það er sýnt reglulega í grunnskólum og á Sjónvarpi Símans. 2022 kom svo út dagatalið Jólamóðir sem sýnt er á Sjónvarpi símans og út frá því dásamlega bíómyndin Jólamóðir sem má leigja á öllum helstu vod leigum landssins.
Skjóða er með fjölda skemmtilegra jólalaga á Spotify og Jólasögur Skjóðu á Strytel prýða efstu sæti vinsældarlista í jólaundirbúningnum á hverju ári síðan þær byrjuð að koma út.
Núna var svo að bætast við glæný viðbót í flóruna. En það var að koma út glæný jólabók:
Skjóða -fyrir jólin
Bókin kemur í búðir um miðjan nóvember.

Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Höfuðborgarsvæðið, Reykjavík, Iceland

Icon
Concerts, fests, parties, meetups - all the happenings, one place.

Ask AI if this event suits you:

More Events in Reykjavík

Grief Wellness with Jite Brume
Sun, 16 Nov at 03:00 pm Grief Wellness with Jite Brume

Skeifan 7,2nd and 3rd floor, Reykjavík, Iceland

Uppskeruh\u00e1t\u00ed\u00f0 \u00e6skul\u00fd\u00f0s Har\u00f0ar
Sun, 16 Nov at 05:00 pm Uppskeruhátíð æskulýðs Harðar

Félagsheimili Harðar Mosfellsbæ

Translations - \u00datg\u00e1fut\u00f3nleikar \u00ed Laugarneskirkju
Sun, 16 Nov at 05:00 pm Translations - Útgáfutónleikar í Laugarneskirkju

Laugarneskirkja

El\u00edn Gunnlaugsd\u00f3ttir: \u00c9g sendi \u00fe\u00e9r vals!
Sun, 16 Nov at 05:00 pm Elín Gunnlaugsdóttir: Ég sendi þér vals!

Óðinsgata 2, 101 Reykjavík, Iceland

Sunnudagssamkoma - Christian Gathering
Sun, 16 Nov at 05:00 pm Sunnudagssamkoma - Christian Gathering

Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60, Reykjavík, Iceland

Olga Dukhovna - Hopak
Sun, 16 Nov at 05:00 pm Olga Dukhovna - Hopak

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre

Katr\u00edn Gunnarsd\u00f3ttir - SOFT SHELL
Sun, 16 Nov at 06:00 pm Katrín Gunnarsdóttir - SOFT SHELL

Tjarnarbíó (Reykjavík, Iceland)

Spunaleikur \u00ed Dj\u00fapinu #3
Sun, 16 Nov at 08:00 pm Spunaleikur í Djúpinu #3

Veitingahúsið Hornið

\u00derj\u00fa lj\u00f3\u00f0sk\u00e1ld \u00e1 Torginu \u00ed Neskirkju
Sun, 16 Nov at 08:00 pm Þrjú ljóðskáld á Torginu í Neskirkju

Neskirkja

Hrafninn Fl\u00fdgur - Svartir Sunnudagar!
Sun, 16 Nov at 09:00 pm Hrafninn Flýgur - Svartir Sunnudagar!

Hverfisgata 54, 101 Reykjavík, Iceland

MEMM \u00e1 Nor\u00f0urlandi - landshlutaheims\u00f3kn
Mon, 17 Nov at 09:00 am MEMM á Norðurlandi - landshlutaheimsókn

Akureyri Iceland

Reykjavík is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Reykjavík Events