Advertisement
Við buðum þremur ljóðskáldum á Torgið í Neskirkju þar sem þau kynna nýútkomnar ljóðabækur:Sunna Dís Másdóttir les úr bók sinni, Postulín þar sem hún gerir upp atburði og áföll úr eigin lífi en yrkir líka um skrásetningu sögunnar, minningar og það sem mótar okkur mennina sem getum verið svo lítil og vanmáttug gagnvart miskunnarleysi náttúrunnar en líka svo máttug og áhrifamikil, tegund sem færir fjöll.
Hallgrímur Helgason les úr bók sinni, Drungabrim í dauðum sjó: Kvæði fyrir ókvæða öld. Í bókinni mætast hið persónulega og pólitíska, innileiki og ádeila, mýkt og harka í skáldskap sem kviknar jafnt af barneignum og jarðarförum sem og bankahruni og þjóðarmorði. Skáldið bruggar seið úr hefðum fortíðar og kenndum samtíðar og blandar ýmist með húmor eða trega.
Steindór J. Erlingsson fjallar um bók sína Hreinsunareldur. Steindór er doktor í visíndasagnfræð og er höfundur nokkurs fjölda fræðigreina og bóka, þ.á.m. Genin okkar (2002) og Lífið er staður þar sem bannað er að lifa (2023).
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Neskirkja, Hagatorg,Reykjavík, Iceland
Concerts, fests, parties, meetups - all the happenings, one place.










