Advertisement
Annan þriðjudag í hverjum mánuði kl: 12:10-12:50 er boðið upp á stutta og tilraunakennda leiðsögn í Listasafni Einars Jónssonar.Sérfræðingar safnsins taka á móti gestum og rýna í eitt eða fleiri listaverk þar sem ýmislegt tengt arfleið safnsins er skoðað með hæglæti að leiðarljósi. Markmiðið er að velta upp spurningum í óformlegu spjalli sem varpa mögulega ljósi á óvænta þræði og tengingar.
Áhersla er lögð á sjónræna nálgun og tilraunir gerðar með aðferð sjónrænnar hugsunar á söfnum (e. Visible Thinking in the Museum VTM). Aðferðin er leið til að skoða, lýsa og túlka listaverk gegnum myndlæsi í þeim tilgangi að öðlast dýpri skilning á þeim.
Aðgangseyrir að safninu og árskort gildir sem aðgöngumiði í leiðsögn.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Hallgrímstorg 3, 101 Reykjavík, Iceland, Hallgrímstorg 3, 101 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland