Advertisement
Veturinn er búinn að minna vel á sig upp á síðkastið og huggulegheitin færast yfir í bókabúð Sölku. Taktu með þér það sem þú ert með á prjónunum eða heklnálinni, skissubókina eða útsauminn og nældu þér í drykk á happy hour-verði, njóttu þess að láta höfunda lesa upp fyrir þig úr bókum sínum og hittu aðra til að ræða bækur og hannyrðir. Hússkáldið að þessu sinni er hinn óviðjafnanlegi Hallgrímur Helgason sem nýverið gaf út kvæðasafnið Drungabrim í dauðum sjó.
.
Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest og eiga notalega stund með ykkur.
Um bókina:
Hallgrímur Helgason, okkar þróttmikla þjóðskáld, hefur tekið saman kvæðasafn – safn háttbundinna ljóða sinna frá síðustu kvartöld. Hér mætast hið persónulega og pólitíska, innileiki og ádeila, mýkt og harka í skáldskap sem kviknar jafnt af barneignum og jarðarförum sem og bankahruni og þjóðarmorði. Skáldið bruggar seið úr hefðum fortíðar og kenndum samtíðar og blandar ýmist með húmor eða trega. Bókin er ríkulega myndlýst af Hallgrími sjálfum.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Salka, Hverfisgata 89-93,Reykjavík, Iceland
Concerts, fests, parties, meetups - all the happenings, one place.











