Advertisement
Næstur í fyrirlestraröð Ljósmyndarafélags Íslands er Ari Magg sem mun veita okkur innsýn inn í síðustu 5 ár ferils síns. Hann mun sýna myndir úr nýlegum verkefnum auk þess sem við fáum innsýn inn í það hvernig hann fer að því að skapa spennandi myndheim fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina sinna. Nýir miðlar og tækni hafa leitt ljósmyndun inn á nýjar og spennandi slóðir og hjá Ara er ljósmyndun alltaf í forgrunni en undanfarin ár hefur framleiðsla á video efni aldrei verið langt undan.
Ætlun Ara er að miðla af þekkingu sinni og reynslu til þeirra sem hafa áhuga – við fáum að skyggnast bak við tjöldin, hann segir okkur frá hans nálgun á lýsingu, tækninni og framleiðsluaðferðunum auk fólksins sem hann vinnur mest með og fær innblástur frá.
Einnig verður komið inn á höfundarétt og birtingarétt og hans reynslu af þeim málum ef tími vinnst til.
Við hlökkum til að fá Ara til okkar og heyra nánar um feril hans í ljósmyndun. Fyrirlesturinn fer fram miðvikudaginn 12. nóvember í Húsi Atvinnulífsins, Borgartúni 35.
Boðið verður upp á léttar matarveitingar
Frítt er á viðburðinn fyrir félagsmenn en utanfélagsmenn greiða 2.000 kr. við inngang
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Hús atvinnulífsins, Borgartún 35, 105 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland
Concerts, fests, parties, meetups - all the happenings, one place.











