French Connection

Sat, 12 Apr, 2025 at 08:00 pm UTC+00:00

Grundarstígur 10, 101 Reykjavík, Iceland | Reykjavík

Hannesarholt
Publisher/HostHannesarholt
French Connection
Advertisement
FRENCH CONNECTION
Aurore Pélier Cady Söngkóna
Nico Moreaux á Kontrabassa
Kjartan Valdemarsson á Píanó
Olivier Manoury á Bandoneon, Accordina
Margir Íslendingar tala frönsku. Franska hefur verið kennd í menntaskólum um langt skeið, og margir íslenskir nemendur fara til Frakklands til að læra tónlist, listir og bókmenntir. Lítill hópur Frakka býr á Íslandi. Þeir koma hingað heillaðir af fjöllunum, fuglunum, hestunum, ástinni og einangruninni. Í farteskinu koma þau með þekkingu sína, matargerð og tónlist. Þrír slíkir frakkar og Kjartan Valdemarsson verða með tónleika 12. apríl í Hannesarholti.
Nico er virtur djasskontrabassaleikari í Frakklandi, sem hefur spilað og tekið upp með mörgum hljómsveitum og sínar eigin tónsmíðar. Tengsl hans við Ísland hófust árið 2009 þegar hann heimsótti vin sinn og kynntist píanistanum Agnari Má Magnússyni, sem hann hefur unnið með í gegnum árin.
Aurore Pélier Cady er frá Frakklandi og rekur sætabrauðsbakaríið Sweet Aurora Reykjavík. Bakari að degi til, söngkona að nóttu til – hún sameinar ástríður sínar í verkefninu Sugar Shake Sessions ásamt Nicolas Moreaux. Tónlistarferill hennar á rætur sínar í djassi, en hún er óhrædd við að syngja soul- og þjóðlagatónlist. Rödd hennar er hlý, mjúk og sálarrík – eins og hlýtt teppi.
Olivier Manoury deilir lífi sínu milli Parísar og Reykjavíkur. Hann fæddist í Tulle í Frakklandi og lærði ensku og bókmenntir við Sorbonne-háskóla, þaðan sem hann lauk meistaraprófi í nútímabókmenntum. Samhliða háskólanámi stundaði hann nám í Listaháskóla Parísar, þar sem hann lagði stund á málaralist.Hann hefur haldið tónleika og tekið þátt í listahátíðum með hljómsveitum, söngvurum og tangódönsurum víðsvegar um heim. Auk þess að semja og útsetja tónlist, hefur Olivier samið fyrir kvikmyndir, leikhús og ballett. Hann stofnaði Le Grand Tango, ásamt eiginkonu sinni, Eddu Erlendsdóttur, og fjölda íslenskra tónlistarmanna á borð við Auði Aðalsteinsdóttur, Bryndísi Höllu Gylfadóttur, Helgu Þórarinsdóttur og Richard Korn. Einnig hefur hann unnið með Agli Ólafssyni að plötu með tangólögum sungnum á íslensku og tónsmíð fyrir barnakór sem var flutt á Barnamenningarhátíð í Hörpu.
Olivier og Kjartan Valdemarsson hafa spilað saman síðan á tíunda áratugnum. Kjartan Valdemarsson stundaði nám við Berklee College of Music. Hann kennir við Tónlistarskóla FÍH og starfar einnig sem píanóleikari við Listdansskóla Íslands og fyrir Íslenska dansflokkinn. Kjartan hefur leikið með flestum íslenskum djasshljómsveitum en einnig í poppi, til að mynda með hljómsveitinni Todmobile. Hann er eftirsóttur útsetjari og hefur unnið útsetningar fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands og Stórsveit Reykjavíkur. Kjartan hefur samið tónlist fyrir sjónvarp, m.a. fyrir Spaugstofuna og Áramótaskaupið.
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Grundarstígur 10, 101 Reykjavík, Iceland, Grundarstígur 10, 101 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland

Tickets

Sharing is Caring:

More Events in Reykjavík

Krakkakl\u00fabburinn Krummi: Barnamenningarh\u00e1t\u00ed\u00f0 \u2013 Tr\u00f6lli\u00f0 Tufti og Brian Pilking
Sat, 12 Apr, 2025 at 02:00 pm Krakkaklúbburinn Krummi: Barnamenningarhátíð – Tröllið Tufti og Brian Pilking

Safnahúsið - The House of Collections

Opnun \/ Opening! R\u00e1\u00f0g\u00e1tan um Rau\u00f0magann og a\u00f0rar s\u00f6gur um eftirl\u00edkingar og falsanir
Sat, 12 Apr, 2025 at 02:00 pm Opnun / Opening! Ráðgátan um Rauðmagann og aðrar sögur um eftirlíkingar og falsanir

Fríkirkjuvegur 7, 101 Reykjavík, Iceland

Swap Market
Sat, 12 Apr, 2025 at 04:00 pm Swap Market

Sundlaugavegur 34, 105 Reykjavík, Iceland

Vilhj\u00e1lmur Vilhj\u00e1lmsson 80 \u00e1ra
Sat, 12 Apr, 2025 at 04:30 pm Vilhjálmur Vilhjálmsson 80 ára

Harpa Concert Hall

Masterclass: FLORIA SIGISMONDI
Sat, 12 Apr, 2025 at 05:00 pm Masterclass: FLORIA SIGISMONDI

Bíó Paradís

Anime Defilement Vol.1 +Support at Gaukurinn
Sat, 12 Apr, 2025 at 07:00 pm Anime Defilement Vol.1 +Support at Gaukurinn

Gaukurinn

Her\u00f0um Haus: Kvikindi
Sat, 12 Apr, 2025 at 08:30 pm Herðum Haus: Kvikindi

Skipholt 33, 105 Reykjavík, Iceland

Biggi Maus - \u00datg\u00e1fupart\u00fd Dead Pigeon Society
Sat, 12 Apr, 2025 at 10:00 pm Biggi Maus - Útgáfupartý Dead Pigeon Society

Naustin/Tryggvagata, 101 Reykjavík, Iceland

H\u00f6f\u00f0ingja- og Grunnsk\u00f3lam\u00f3t \u00ed gl\u00edmu 2025
Sun, 13 Apr, 2025 at 10:00 am Höfðingja- og Grunnskólamót í glímu 2025

Reykjavik, Iceland

Coast Care Sundays - Take on the 2025 Cleanup Challenge
Sun, 13 Apr, 2025 at 11:00 am Coast Care Sundays - Take on the 2025 Cleanup Challenge

Reykjanes Peninsula

Fj\u00f6lskyldudagskr\u00e1 H\u00f6rpu: S\u00f6gustund me\u00f0 Max\u00edm\u00fas \/\/ Story time with Maximus (in Icelandic)
Sun, 13 Apr, 2025 at 01:00 pm Fjölskyldudagskrá Hörpu: Sögustund með Maxímús // Story time with Maximus (in Icelandic)

Austurbakki 2, 101 Reykjavík, Iceland

B\u00ed\u00f3teki\u00f0: \u00d3svaldur Knudsen og Sveitin milli sanda
Sun, 13 Apr, 2025 at 03:00 pm Bíótekið: Ósvaldur Knudsen og Sveitin milli sanda

Hverfisgata 54, 101 Reykjavík, Iceland

Reykjavík is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Reykjavík Events