Advertisement
Biggi Maus gefur út sérstaka Record Store Day plötu þann 12. apríl næstkomandi. Hann fagnar útgáfunni með þremur tónleikum í RVK sama daginn ásamt hljómsveit sinni MeMM. Gleðin nær hámarki á skemmtistaðnum Bird þar sem blásið verður til tónleikahalds upp úr klukkan 22.Bigga þarf varla að kynna en hann hóf feril sinn ásamt rokkhljómsveitinni Maus á síðustu öld. Biggi blés nýverið lífi í sólóferil sinn fyrir skemmstu og hefur síðan þá verið iðinn við útgáfu. Segja má að platan Dead Pigeon Society sem kemur út á Record Store Day hafi verið um 18 ár í vinnslu - en hún inniheldur upptökur sem Biggi gerði þegar hann bjó í London 2005 - 2007. Platan var pressuð í örfáum eintökum sérstaklega með dag plötubúða í huga.
Biggi ætlar að fagna þessum áfanga með því spila valin lög af öllum hans ferli. Undirleikssveit hans MeMM er samansett af nautnaseggjum að norðan sem elska fátt meira en að halda uppi góðu stuði.
Dyrnar verða opnar en mælst er með því að gestir greiði 1500 kr. Einnig verða þau eintök af Dead Pigeon Society sem eftir verða að Record Store Day loknum - seld á staðnum. Ekki missa af þessum einstaka viðburði.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Naustin/Tryggvagata, 101 Reykjavík, Iceland, Tryggvagata 22, 101 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland