Advertisement
Segja má að þessir tónleikar séu franskur tónlistarkonfektkassi með ýmsum bragðtegundum. Þeir hefjast á forleik úr smiðju Louise Farrenc en verk hennar hafa verið mörgum tónlistarleg uppgötvun á síðustu árum. Forboðnar ástir Pelléas og Mélisande hafa heillað mörg tónskáld en Gabriel Fauré samdi fyrstur leikhústónlist við þetta fræga symbólíska leikrit eftir Maurice Maeterlinck skömmu eftir að það kom fram á sjónarsviðið fyrir aldamótin 1900.Hljómsveitarstjórinn og einleikarinn Malin Broman leikur því næst hið blóðheita Tzigane eftir Ravel, mikið glæsiverk fyrir fiðlu, og leiðir hljómsveitina áfram í glæsilegri barokksvítu Rameaus og snarpri háklassískri Parísarsinfóníu Mozarts. Verkið samdi Mozart í borginni við Signubakka og stimplaði sig um leið rækilega inn í tónlistarlíf Parísar.
Efnisskrá
Louise Farrenc Forleikur nr. 1
Gabriel Fauré Svíta úr Pelléas et Mélisande
Maurice Ravel Tzigane
Jean-Philippe Rameau Svíta úr Hippolyte et Aricie
Wolfgang Amadeus Mozart Sinfónía nr. 31, Parísarsinfónían
Hljómsveitarstjóri og einleikari
Malin Broman
//
One could say that this concert is a box of French musical candy with various flavors. It begins with an overture by Louise Farrenc, whose work has been a musical discovery for many in recent years. The forbidden love of Pelléas and Mélisande has fascinated many composers, but Gabriel Fauré was the first to compose theatrical music for this famous symbolic play by Maurice Maeterlinck, shortly after it appeared on stage in 1898.
Conductor and soloist Malin Broman then plays Ravel's fiery Tzigane, a great masterpiece for violin, and leads the orchestra into Rameau's elegant Baroque Suite and Mozart's sharp, high classical Paris Symphony. Mozart composed the work in the city on the banks of the River Seigne, and at the same time firmly established himself in the musical scene of Paris.
Program
Louise Farrenc Overture No. 1
Gabriel Fauré Suite from Pelléas et Mélisande
Maurice Ravel Tzigane
Jean-Philippe Rameau Suite from Hippolyte et Aricie
Wolfgang Amadeus Mozart Symphony No. 31 “Paris”
Conductor & soloist
Malin Broman
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Eldborg, Harpa, Austurbakka 2, Austurbakki 2,Reykjavík, Iceland