Advertisement
Óttar Guðbjörn Birgisson ver doktorsritgerð sína í íþrótta- og heilsufræði við Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda við Háskóla Íslands. Vörnin fer fram föstudaginn 26. september kl. 13:00 í Öskju og verður einnig streymt.-English below-
Heiti ritgerðar: Netsamskipti og heilsa ungmenna: Þversniðs- og langtímarannsókn á sambandi netsamskipta við geðheilsu og líkamlega heilsu í upphafi 21. aldarinnar
Andmælendur: dr. Daryl O’Connor, prófessor í sálfræði við University of Leeds, Englandi og dr. Ingibjörg Jónsdóttir prófessor og forstöðumaður Institute of Stress Medicine, Gautaborg, Svíþjóð.
Aðalleiðbeinandi var dr. Erlingur Sigurður Jóhannsson prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og meðleiðbeinandi dr. Guðrún Sunna Gestsdóttir prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Auk þeirra sat í doktorsnefnd dr Mari Hysing, prófessor við University of Bergen, Noregi og dr Hege Randi Eriksen, prófessor við Western Norway University of Applied Sciences, Noregi.
Stjórnandi athafnar: Dr. Þórdís Lilja Gísladóttir forseti Deildar heilsueflingar, íþrótta og tómstunda.
Verið öll velkomin!
Um doktorsefni:
Óttar Birgisson er fæddur í Keflavík árið 1984 og ólst upp í Sandgerði. Hann lauk B.S-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2009, M.Sc.-gráðu í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2016 og diplómu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands árið 2021. Óttar hefur starfað sem sálfræðingur á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, á Landspítalanum, á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og á einkastofum. Hann starfar nú sem aðjúnkt við Hjúkrunar- og ljósmóðurdeild Háskóla Íslands og sem verkefnastjóri í sameiginlegu verkefni hjúrkunarfræðideilda Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri. Foreldrar hans eru Birgir Kristinsson og J. María Björnsdóttir. Eiginkona Óttars er Svandís Friðleifsdóttir, markaðsstjóri, og saman eiga þau þrjú börn: Jökul (2003), Lottu (2015) og Orra (2018).
Um verkefnið:
Þessi doktorsritgerð fer yfir þróun tengsla á milli netsamskipta, geðheilsu og líkamlegrar heilsu unglinga. Meginmarkmið var að meta hvernig netsamskipti tengjast geðheilsu (þunglyndi, kvíða, sjálfsáliti og líkamsímynd) og líkamlegri heilsu (þreki) við 15 ára aldur. Einnig var skoðað hvernig sambandið milli þessara þátta hefur breyst í upphafi 21. aldarinnar frá 2003 til 2017 þegar miklar breytingarnar í netsamskiptaleiðum áttu sér stað.
Rannsóknin byggir á þremur gagnasöfnum á íslenskum ungmennum: Hópi fæddum árið 1988 sem var metinn árið 2003 (n = 385) og hópi fæddum árið 1999 sem var metinn árið 2015 (n = 302) og fylgt eftir árið 2017 (n = 236). Mælingar innihéldu spurningar um netnotkun, gagnreynda spurningalista til að meta geðheilsu og hlutlægar mælingar á þreki. Félags- og efnahagsleg staða var metin út frá menntun foreldra og búsetufyrirkomulagi. Tölfræðigreiningar náðu yfir lýsandi tölfræði, fjölþátta aðhvarfsgreiningu, dreifigreiningu, formgerðargreiningu og marglaga líkanagerð.
Niðurstöður sýndu að þunglyndiseinkenni jukust hjá stúlkum á tímabilinu 2003 til 2015 en stóðu í stað hjá drengjum. Kvíðaeinkenni breyttust ekki marktækt hjá hvorugu kyninu og sjálfsálit var stöðugt yfir tímabilið. Líkamsímynd batnaði lítillega hjá drengjum en var óbreytt hjá stúlkum. Árið 2015 komu fram marktæk tengsl milli netsamskipta og aukinna þunglyndis- og kvíðaeinkenna hjá stúlkum, en slík tengsl voru ekki til staðar hjá drengjum. Þrek minnkaði frá 2003 til 2015 og samband fannst milli þreks og geðheilsu. Þrek versnaði einnig frá 2015 til 2017 frá 15 til 17 ára. Þá kom í ljós að netsamskipti höfðu neikvæð áhrif á geðheilsu og þrek við 15 ára aldur og hélst það samband fram til 17 ára aldurs óháð kyni og félagslegri stöðu.
Niðurstöður varpa ljósi á flókið samspil netsamskipta og heilsu ungmenna og að vaxandi vinsældir netsamskipta í upphafi 21. aldarinnar virðist vera að hafa neikvæð áhrif á heilsu ungmenna. Niðurstöðurnar benda sérstaklega til þess að aukin samskipti á netinu tengist verri geðheilsu og þá sérstaklega hjá stúlkum og mögulega í gegnum félagslegan samanburð. Minnkandi þrek og tengsl þess við geðheilsu undirstrikar nauðsyn þess að horfa á líkamlega heilsu og geðheilsu í samhengi. Þessar niðurstöður bæta skilning okkar á heilsu unglinga í stafrænum heimi og leggja grunn að frekari rannsóknum og markvissari inngripum.
--
Óttar Guðbjörn Birgisson defends his PhD thesis in Sport and Health Science from the Faculty of Health Promotion, Sport and Leisure Studies, University of Iceland:
Online communication and adolescent health:
Exploring adolescent mental and physical health and online communication in the early 21st century: Longitudinal and cross-sectional perspectives
The oral defence takes place Friday, September 26th, at 1 pm in Askja as well as in live stream.
Opponents are dr. Daryl O’Connor, Professor of Psychology, University of Leeds, UK og dr. Ingibjörg Jónsdóttir professor og director of the Institute of Stress Medicine, Gothenburg, Sweden.
Main supervisor are Dr Erlingur Sigurður Jóhannsson professor at the University of Iceland and co-supervisor Dr Guðrún Sunna Gestsdóttir professor at School of Education, University of Iceland.
Experts in the Doctoral Committee are Dr Mari Hysing, professor at the University of Bergen, Norway and Dr Hege Randi Eriksen, professor at the Western Norway University of Applied Sciences, Norway.
Dr. Þórdís Lilja Gísladóttir head of the of faculty of Health Promotion, Sport and Leisure Studies will conduct the ceremony.
All are welcome!
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Askja - Náttúrufræðahús, Sturlugata 7,Reykjavík, Iceland