Advertisement
Heilsan okkar – Næring og fæðuumhverfi barna og unglingaFyrsti fundur í fundaröðinni Heilsan okkar haustið 2025 fer fram í fundarsal Þjóðminjasafnsins föstudaginn 26. september kl. 11:30 til 13:00
Góð næring á barns- og unglingsárum er grundvöllur heilbrigðs þroska og vaxtar. Mörg næringar efni koma við sögu eins og joð sem skiptir miklu máli fyrir þroska heilans, sérstaklega á fyrstu árum ævinnar. Matarvenjur sem myndast í æsku fylgja oft einstaklingum út lífið og hafa áhrif á langtímaheilsu. Hvað vitum við t.d. um áhrif koffíns á heilsu ungmenna? Er matvendni barna vandamál?
Umsjón og ritstjórn: Jóhanna E. Torfadóttir
Hlekkur á beint streymi frá fundinum: (væntanlegur)
Dagskrá
Jóhanna E. Torfadóttir, lektor við Miðstöð í lýðheilsuvísindum HÍ og verkefnisstjóri næringar hjá embætti landlækni – Rannsókn á joðhag 2-3 ára barna á Íslandi
Birna Þórisdóttir, lektor við Matvæla- og næringarfræðideild HÍ – Skvísur og annar matur - hvað borða börnin okkar?
Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði við Menntavísindasvið HÍ og við Uppsala háskóla, Svíþjóð – Matvendni barna - er tilefni til að taka hana alvarlega?
Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild HÍ - Koffín neysla, fæðuval og svefn unglinga.
Heilsan okkar er fundaröð Háskóla Íslands og Landspítala sem hefur það að markmiði að varpa ljósi á áríðandi mál líðandi stundar er varða heilsu og heilbrigðisþjónustu. Þessir mánaðarlegu upplýsingafundir eru öllum opnir og verða á dagskrá síðasta föstudag hvers mánaðar.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Fyrirlestrarsalur Þjóðminjasafns Íslands, Suðurgata 41, 102 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland