Advertisement
Verið velkomin að fagna með okkur útgáfu hinnar æsispennandi Blöku eftir Rán Flygenring. Höfundur sýnir teikningar úr bókinni og áritar á sinn einstaka hátt fyrir áhugasöm, auk þess fylgir bókamerki sem lýsir í myrkri hverri bók. Stórhættulegar en sólríkar veitingar fyrir þau sem þora.Í svartasta skammdeginu undirbúa Vaka, Kókos og pabbi sig fyrir sólarlandaferð. Þau ætla að heimsækja vatnsrennibrautagarð, taka þátt í sandkastalakeppni og belgja sig út af ís. En þegar þau koma auga á rammvillta leðurblöku flögrandi í húminu grípur um sig skelfing í borginni og áform þeirra fljúga út í veður og vind. Óhrædd við myrkrið tekur Vaka afdrifaríka ákvörðun sem snýr veröldinni á hvolf.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Ásmundarsalur, Freyjugata 41,Reykjavík, Iceland
Concerts, fests, parties, meetups - all the happenings, one place.











