About this Event
Það verður fýrað rækilega upp í FÚSK-sánunni þennan laugardagsmorgunn og við tökum þrjár rjúkandi heitar sánulotur undir leiðsögn sánumeistarans Bergs Leó.
Markmiðið er einfalt: að hreinsa okkur vel bæði líkamlega og andlega eftir amstur vikunnar, leyfa hitanum að þurrka út óþarfa hugsanir og stress og mæta svo eins og glæný inn í helgina.
Þetta er frábær upplifun fyrir alla, líka þá sem eru ekki vön sánum. Þú getur alltaf hoppað niður í neðri bekk ef þér finnst of heitt – engin pressa, bara stemning.
Það er ekkert frítt í þessu lífi...
Ég tek einungis á móti lífrænum pening eða millifærslu.- 3.000 kr. fyrir bossann.
Hvað þarf að koma með?
- Sundföt
- Vatnsbrúsa
- Tvö handklæði (annað til að sitja á, hitt til að þurrka þig)
- Gott að hafa Flipflops eða inniskó
Google maps hlekkur:
https://maps.app.goo.gl/EwyfbtMNEsuiKAs2A
Event Venue & Nearby Stays
Skeljanes 21, 21 Skeljanes, Reykjavík, Iceland
USD 0.00












