Advertisement
Tvö stórvirki tónlistarsögunnar eru viðfangsefni hljómsveitarinnar á þessum tónleikum. Viðtökurnar við þeim á sínum tíma voru engu að síður afar misjafnar. Það verður nefnilega seint sagt að fiðlukonsert Beethovens hafi slegið í gegn þegar hann var frumfluttur á köldu desemberkvöldi í Vínarborg árið 1806. Konsertinum var mætt af miklu fálæti og féll hann fljótt í gleymsku. Það var svo tæpum 40 árum síðar að hinn 12 ára gamli Joseph Joachim flutti konsertinn í London undir stjórn Felix Mendelssohns. Þá loks var heimurinn tilbúinn að meðtaka þennan mikilfenglega sinfóníska fiðlukonsert og hefur hann alla tíð síðan verið fastagestur á tónleikadagskrám hljómsveita og fiðluleikara um heim allan.Fimmtu sinfóníu Shostakovitsj var á hinn bóginn tekið fagnandi með standandi lófataki við frumflutninginn árið 1937. Almenningur fagnaði og það sem meira var, pólítisk yfirvöld í Sovétríkjunum gerðu það einnig. Það þykir þó næsta víst að túlkun þeirra á verkinu hafi ekki verið sú sama. Yfirvöld heyrðu „heiðarlegt svar sovésks listamanns við réttmætri gagnrýni“ líkt og þekkt tilvitnun segir, á meðan almenningur upplifði verkið sem áhrifamikla lýsingu á kúgun Stalínstímans. Sinfónían hefur engu að síður verið sú sinfónía Shostakovitsj sem flutt er hvað oftast og lætur engan ósnortinn.
Kóresk-þýski fiðluleikarinn Clara-Jumi Kang nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar fyrir tónlistarhæfileika sína og tæknilega færni. Á ferli sínum hefur hún hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga. Upptaka hennar ásamt píanóleikaranum Sunwook Kim á öllum fiðlusónötum Beethovens, sem út kom hjá Accentus árið 2021, hefur fengið afar góða dóma og tilnefningar. Hljómsveitarstjórinn, Bjarni Frímann Bjarnason, hefur stjórnað Sinfóníuhljómsveit Íslands margoft við góðan orðstír.
Efnisskrá
Ludwig van Beethoven Fiðlukonsert
Dmítríj Shostakovitsj Sinfónía nr. 5
Hljómsveitarstjóri
Bjarni Frímann Bjarnason
Einleikari
Clara-Jumi Kang
//
Two great works of music history are the subject of the orchestra's performance at this concert. The reception they received at the time was nevertheless very mixed. It would be an understatement to say that Beethoven's Violin Concerto was a hit when it was premiered on a cold December evening in Vienna in 1806. The concert was met with great indifference and was quickly forgotten. It was almost 40 years later that the 12-year-old Joseph Joachim performed the concerto in London under the baton of Felix Mendelssohn. Finally, the world was ready to receive this magnificent symphonic violin concerto, and it has been a mainstay on the concert programs of orchestras and violinists around the world ever since.
Shostakovich's Fifth Symphony, on the other hand, was greeted with a standing ovation at its premiere in 1937. The public rejoiced, and surprisingly, the political authorities in the Soviet Union did too. However, it seems almost certain that their interpretation of the work was not the same. The authorities heard "an honest response from a Soviet artist to legitimate criticism," as stated in a well-known quote, while the public experienced the work as a moving depiction of Stalinist repression. Nevertheless, the symphony has been Shostakovich's most frequently performed symphony and leaves no one untouched.
Korean-German violinist Clara-Jumi Kang is internationally recognised for her musical talent and technical skills. She has received numerous awards and recognitions during the course of her career. Her recording with pianist Sunwook Kim of all of Beethoven's violin sonatas, released by Accentus in 2021, has received rave reviews and nominations. The conductor, Bjarni Frímann Bjarnason, has conducted the Iceland Symphony Orchestra many times to great acclaim.
Program
Ludwig van Beethoven Violin Concerto
Dmitri Shostakovich Symphony No. 5
Conductor
Bjarni Frímann Bjarnason
Soloist
Clara-Jumi Kang
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Eldborg, Harpa, Austurbakka 2, Austurbakki 2,Reykjavík, Iceland
Concerts, fests, parties, meetups - all the happenings, one place.






