Advertisement
Laugardaginn 17. janúar næstkomandi eru liðin 100 ár frá stofnun Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, annað af stofnfélögum Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu sem stofnað var snemma árs 2019. Af því tilefni ætlar Sameyki að halda upp á tímamótin með opnu húsi í Tjarnarsal í Ráðhúsi Reykjavíkur milli kl. 15:00 og 17:00, þar sem boðið verður upp á léttar veitingar og notalega samveru.Guðrún Gunnarsdóttir, úrvarps- og söngkona, sér um veislustjórn, Stefán Pálsson, sagnfræðingur, fer yfir sögu StRv. Kári Sigurðsson, formaður Sameykis, ásamt fyrrverandi formönnum segja frá starfi og baráttu félagsins í gegnum tíðina.
Katrín Halldóra Sigurðardóttir flytur söngatriði og Sunna Gunnlaugs, djazzpíanisti, annast undirleik. Þá verður myndasýning í salnum sem varpar ljósi á sögu Starfsmannafélags Reykjavíkur í gegnum tíðina.
Við viljum bjóða þér sérstaklega að taka þátt með okkur á þessum tímamótum og fagna 100 ára sögu samstöðu, baráttu og árangurs í þágu starfsfólks Reykjavíkurborgar.
Allir velkomnir, skráning á viðburðinn vef Sameykis: https://www.sameyki.is/default.aspx?pageid=f8789665-5b7e-47d3-a5c0-dca7cef59ccc
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargata 11, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland
Tickets
Concerts, fests, parties, meetups - all the happenings, one place.











