Advertisement
Verið hjartanlega velkomin að fagna útgáfu bókarinnar um Skjóðu með okkur í bókabúð Sölku sunnudaginn 16. nóvember kl. 14. Skjóða sjálf ætlar að sjálfsögðu ekki að láta sig vanta enda ekki á hverjum degi sem það kemur út bók um hana! Hún kíkir í heimsókn og skemmtir ungum og öldnum, boðið verður upp á jólalegar veitingar, lesið upp úr bókinni og bókin verður að sjálfsögðu til sölu á útgáfutilboði. Öll velkomin, við hlökkum til að sjá ykkur!Um bókina:
Skjóða er dóttir tröllskessunnar Grýlu sem tannburstar sig bara einu sinni á ári og tröllkarlsins Leppalúða sem bakar bestu kanilsnúða í heimi. Skjóða á fleiri en 100 systkini og 13 þeirra þekkir þú vel því jólasveinarnir eru bræður hennar Skjóðu. Þessi saga hefst í Grýluhelli þar sem Skjóða er að undirbúa jólin sín en þegar jólakötturinn eignast kettlinga fer allt úr skorðum. Nú er baksturinn í uppnámi og allt í drasli í hellinum. Skjóða er alls ekki viss um að jólin muni yfir höfuð koma þetta árið!
Anna Bergljót og Andrea Ösp þekkja íbúa Grýluhellis mjög vel og hafa unnið með þeim í fjölda verkefna. Þær hafa starfað við barnamenningu í yfir 20 ár og eru meðal annars meðlimir í Leikhópnum Lottu sem vakið hefur gleði og lukku hjá börnum og foreldrum þeirra um árabil. Skjóða er fyrsta barnabókin úr smiðju þeirra.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Salka, Hverfisgata 89-93,Reykjavík, Iceland
Concerts, fests, parties, meetups - all the happenings, one place.










