Advertisement
Ókominn slóðiStyrmir Örn Guðmundsson
Styrmir sýnir flennistórar teikningar af gáttum að veraldlegum víddum, áþreifanleg og sjónræn upplifun, vitnisburður um takmarkalausa möguleika mannlegs ímyndunarafls.
Dagskráin hefst í kirkjuskipinu þar sem fjallað verður um verkin. Að því loknu förum við á Torgið þar sem við virðum verkin fyrir okkur og listamaðurinn flytur tónlistargjörning.
Í teikningum sínum reynir Styrmir ekki að teikna umhverfið eins og hann sér það heldur fer á hugarflug um það svo úr verður umhverfi eins og úr öðrum heimi.
Svartar, litríkar og andlegar myndirnar umlykja áhorfandann svo það er líkt og hann geti gengið inn í myndirnar. Þegar pensilstrokur og bleklínur Styrmis dansa um pappírinn enduróma þær hrynjanda tilverunnar sjálfrar – síbreytilegar, ógnvænlegar og hrífandi.
Líkt og í fyrri verkum sínum segir Styrmir sögur með teikningunum sem eru gjarnan kosmískar, yfirskilvitlegar og jafnvel dularfullar. Styrmir er stórhuga sagnamaður og ólíkindatól sem veltir fyrir sér hinu fjarstæðukennda í lífinu sem og dauðanum. Listamaðurinn lítur á gáttirnar sem myndbirtingu upplifana fólks sem hafa komist í nálægð við dauðann.
Styrmir (1984) iðkar ýmis form listar. Einkum og sér í lagi teikningu, skúlptúr, gjörning og tónlist. Hann nam við Gerrit Rietveld Akademie í Hollandi á árunum 2005-2012. Nú býr hann á Íslandi en á árunum 2005-2024 bjó hann í Amsterdam, Varsjá og Berlín.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Neskirkja, Reykjavík, Iceland
Concerts, fests, parties, meetups - all the happenings, one place.











