Advertisement
Við bjóðum ykkur innilega velkomin á listamannaspjall Helgu Páleyjar Friðþjófsdóttur, næstkomandi sunnudag kl. 16:00, þar sem hún mun leiða gesti um sýningu hennar, Í hringiðu alls / Within It All í Þulu, Marshallhúsinu.Hlökkum til að sjá ykkur þar!
(English below)
---
Helga Páley Friðþjófsdóttir (f. 1987) lauk BA-prófi frá Listaháskóla Íslands árið 2011 og starfar sem myndlistarkona í Reykjavík. Síðan útskrift lauk hefur hún haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum bæði hér á landi og erlendis.
Málverkið hefur lengi skipað lykilstöðu í listsköpun hennar, þar sem form, litur og áferð mótast í gegnum innsæi, tilraunir og endurtekningu. Hún leyfir hugmyndum að vaxa smám saman, vinnur í lögum og lætur myndirnar koma í ljós með tímanum. Í þessu ferli verða til frásagnir, uppbyggðar, skrapaðar niður og endurunnar þar til þær öðlast endanlegt form á striganum.
Nýlegar einkasýningar hennar eru Í hringiðu alls / Within It All í Þulu (2025), Í fullri fjöru / Loaded Beach í Listasafninu á Akureyri (2025), Flauelstjald / Velvet Curtains hjá Listval (2024) og Húsvörður slær í gegn / Janitor’s Big Hit í Þulu (2021). Meðal samsýninga sem hún hefur tekið þátt í eru List er okkar eina von! / Art is Our Only Hope! í Listasafni Reykjavíkur (2025), Einhver málverk / Some Paintings í Nýlistasafninu (2024) og Summer Salon í Alice Folker Gallery í Kaupmannahöfn (2024). Verk hennar hafa jafnframt verið sýnd á CHART Art Fair í Kaupmannahöfn árið 2025 og í Berlín, Basel, Helsinki og Stokkhólmi.
Hún hefur tekið þátt í ýmsum gestavinnustofum og listamannareknum verkefnum, þar á meðal í TAXI Residency í Denver (2019), hjá Kunstschlager (2013–15) og í stjórn Sequences - Raun tíma listahátíð (2016–17).
---
Í hringiðu alls
Við erum í studíóinu hennar Helgu og við tölum saman. Hún segir mér frá hringjunum, litunum, litlu verkunum, stóru verkunum, íbúðum; hún talar um leiki, hvernig það eru haustlitir í verkunum, birtuna, hvernig allt í einu er hægt að sjá inn í framtíðina þegar málverkið—það sem þarf að gera við málverkið—sýnir sig.
Helga talar þannig um málverkið að það geti kveikt á hendinni, heilanum, líkamanum á hátt sem er andstæða við það hvernig heimurinn er oftast—þar sem er slökkt á einhverju. Helga segist samt ekki vera málari per se. Hún er teiknari. Hún nefnir Amy Sillman sem er líka málari sem er teiknari. Í bókinni sinni Faux pas skrifar Amy um að það sé munur á milli málara sem eru „málarar“ og sem eru „teiknarar“ (e. drawers). „Málarar“ eru eins og ernir: víðsýnir, sjá hlutina hátt að ofan, reikna hluti út, hafa oft hugmynd (eða konsept) til staðar áður en byrjað er að mála. (Ef við lesum listasöguna þá tekur örninn þar mikið pláss.)
Teiknari er hinsvegar eins og bjór sem býr til stíflu. Sem er niðri í gróðrinum, rótinni, moldinni, að naga og toga og bera og strita eftir einhverri meira eða minna eðlislægri hvöt. Bjórinn byggir upp smátt og smátt, spýtu fyrir spýtu, eins og teiknarinn byggir upp línu fyrir línu, lit fyrir lit þangað til eitthvað er búið til, orðið til; byggt upp úr mörgu litlu, mörgum ákvörðunum sem voru teknar í augnablikinu með höndunum og líkamanum.
Ef við förum bara aðeins lengra þá getum við nefnt Phillip G. Pavia myndhöggvara frá Bandaríkjunum sem skrifaði mikið og sinnti ritstjórnarstörfum líka. 1958 lýsti Pavia einhverju sem hann kallaði Vandamálið (e. The Problem). Eitthvað sem snýst ekki bara um línur og lögun og liti og efni og samsetningu forma heldur um það hvernig studíóið er staður þar sem átök eiga sér stað (e. a total struggle) þar sem verið er að glíma við spurningar um tilvist okkar: Hvað erum við að gera hérna? Afhverju? Hvernig? Það er svo sem ekkert nýtt, studíóið hefur lengi verið staður fyrir uppgjör og strit, en það sem er áhugavert fyrir okkur hér er að samkvæmt Pavia er svarið við Vandamálinu að teikna. Ekki „bara“ að teikna með blýanti á blað, lita eða krota, heldur hvað það er sem við gerum þegar við teiknum, aðferðin. Að teikna er að skoða, lýsa, pensla, taka í sundur, þekja, skorða sig af, finna eitthvað, finna liti og línur og form, sjá framtíðina; að teikna er að takast efnislega á við heiminn. Að teikna setur þig í ákveðnar stellingar, gefur þér ákveðið viðhorf. Maður getur verið að teikna þegar maður er að mála eða leira eða elda eða senda tölvupóst. Teikningin er blaðið svo striginn og svo rýmið og svo vinnustofan og svo lífið. Teikningin er byrjunin og grunnurinn. Hringir, punktar, blettir. Pavia notaði orðið freshness—að teikna er að gera eitthvað ferskt, frískandi, að teikna er eins og ferskt loft.
Í öðrum orðum, teikning kemur á óvart, teikning er aldrei kláruð, hún er óendanleg og hringlaga. Einhverskonar hringsólandi gjörð sem breytist daglega. Eins og við öll. Þannig segir Helga Páley mér að hún sé teiknari, málari sem er teiknari. Og svarið við vandamálinu er alltaf að halda áfram að teikna.
Texti eftir Starkað Sigurðarson.
-----
We warmly welcome you to Helga Páley Friðþjófsdóttir's artist talk this coming Sunday at 4 PM at Þula, Marshall House, where Helga will guide guests through her exhibition, Within It All / Í hringiðu alls, and her artistic process.
We look forward to seeing you there!
---
Helga Páley Friðþjófsdóttir (b. 1987) earned her BA degree from the Iceland University of the Arts in 2011 and works as a visual artist in Reykjavík. Since graduating, she has held numerous solo exhibitions and participated in group shows both in Iceland and internationally.
Painting has long been central to her artistic practice, a process of exploration where form, color, and texture take shape through intuition and repetition. She allows ideas to develop slowly, layering paint and letting images emerge over time. Through this process, stories unfold - built up, scraped away, and reworked until they settle into place on the canvas.
Recent solo exhibitions include Loaded Beach at Akureyri Art Museum (2025), Velvet Curtains at Listval (2024), and Janitor’s Big Hit at Þula (2021). Group exhibitions include Art is Our Only Hope! at Reykjavík Art Museum (2025), Some Paintings at The Living Art Museum (2024), and Summer Salon at Alice Folker Gallery, Copenhagen (2024). Helga Páley participated in CHART Art Fair, Copenhagen in 2025. Her work has also been shown in Berlin, Basel, Helsinki, and Stockholm.
She has participated in residencies and artist-run initiatives, including TAXI Residency in Denver (2019), Kunstschlager Gallery (2013–15), and the board of Sequences - Real Time Art Festival (2016–17).
---
Within it All
We are in Helga Páley’s studio and we are talking. She tells me about the circles, the colours, the small paintings, the big paintings, apartments; she talks about games, how there are autumn colours in these works, about light, how all of a sudden she can see into the future when the painting—what she needs to do to it—shows itself.
Helga talks about how painting turns on, activates, the hand, the head, the body, in a way that is opposite to how the world is usually—where things are turned off. Helga does not call herself a painter per se. She is a drawer. She mentions Amy Sillman who is also a painter who is a drawer. In her book, Faux Pas, Sillman writes about how there is a difference between painters who are “painters” and those who are “drawers.” “Painters” are like eagles: canny and noble birds who soar above us, doing something enlightened, getting the big picture. They are calculating and often have an idea (or concept) in place before they start to paint. (If we read art history we see the eagle taking up a lot of space.)
A drawer, on the other hand, is like a beaver building a dam. Down in the undergrowth, the roots, the mud, chewing and pulling and carrying and struggling because of some more or less natural instinct. The beaver constructs, bit by bit, stick by stick, like a drawer constructs line by line, colour by colour, until something has been made, created; built up of many little things, many decisions taken in the moment by the hands and the body.
If we go just a little further then we can mention Phillip G. Pavia, an American sculptor who also wrote and edited. In 1958 Pavia wrote about something he called “The Problem.” Something that does not only have something to do with lines and shapes and colours and material and constructing forms but also with how the studio is a “total struggle.” A place where a person wrestles with questions like: What are we doing here? Why? How? This is in itself nothing new—the studio has long been a place of judgement and struggle—but what is interesting here for us is that according to Pavia the answer to The Problem is drawing. Not “just” drawing with a pencil on a piece of paper, scribbling, doodling, but what it is we are doing when we draw. To draw is to look, describe, brush, take apart, cover, limit oneself, find something, find colours and lines and forms, see the future; drawing is a mythic and materialistic form of engagement. Drawing puts you in certain positions, gives you a certain point of view. You can be drawing when you are painting or sculpting or cooking or sending emails. Drawing is the paper, then the canvas, then the space, then the studio, then life. Drawing is the beginning and the foundation. Circles, dots, marks. Pavia used the word freshness—drawing is doing something fresh, refreshing, drawing is like fresh air.
In other words, something surprising, never completed, never final, but circular, a looping act in a continuous present that is altered daily. Like all of us. In this way does Helga Páley tell me she is a drawer, a painter who is a drawer. And the answer to the problem is always to keep drawing.
Text by Starkaður Sigurðarson.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Grandagarður 20, 101 Reykjavík, Iceland, Grandagarður 20, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland
Concerts, fests, parties, meetups - all the happenings, one place.











