Í draumheimum | Ragnheiður Ingunn og Eva Þyri | Tíbrá

Sun, 30 Mar, 2025 at 01:30 pm UTC+00:00

Salurinn Tónlistarhús | Kopavogur

Salurinn T\u00f3nlistarh\u00fas
Publisher/HostSalurinn Tónlistarhús
\u00cd draumheimum | Ragnhei\u00f0ur Ingunn og Eva \u00deyri | T\u00edbr\u00e1
Advertisement
Draumar og þrár eru viðfangsefni þessara heillandi tónleika þar sem fléttast saman sígildir smellir og splunkuný tónlist í túlkun Ragnheiðar Ingunnar Jóhannsdóttur, sópransöngkonu og Evu Þyri Hilmarsdóttur, píanóleikara.
Hér mætast draumkennd stef úr ólíkum áttum: Barnagælur, poppmúsík, leikhústónlist, einleiksverk og sönglög eftir nokkur af ástsælustu tónskáldum tónlistarsögunnar svo sem Franz Schubert, Jean Sibelius, Sergei Rachmaninov, Edvard Grieg og ABBA en tónlistin á það öll sammerkt að hverfast um drauma.
Á tónleikunum verða að auki frumflutt þrjú verk sem samin voru sérstaklega fyrir tilefnið að beiðni Ragnheiðar og Evu Þyri af þeim Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur, Jóhanni G. Jóhannssyni og Sigurði Sævarssyni.
Eldri íslensk einsöngslög fá að sjálfsögðu líka sinn sess, meðal annars verða flutt lög eftir Sigvalda og Selmu Kaldalóns, Jórunni Viðar og Sigfús Einarsson. Söngljóð verða í forgrunni en einnig hljóma þekkt einleiksverk sem lúta að draumum svo sem Träumerei eftir Robert Schumann og Liebestraum eftir Franz Liszt.
Á undan tónleikunum, klukkan 13:00 verður boðið upp á lifandi tónleikaspjall í fordyri Salarins þar sem skyggnst verður í efnisskrá dagsins.
Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar styrkir tónleikaröðina Tíbrá.
---
Tíbrá 2024 - 2025
Sunnudaginn 29. september kl. 13:30
Garún, Garún: John Speight heiðraður
Sunnudaginn 27. október kl. 13:30
Þorpið sefur
Hildigunnur Einarsdóttir & Guðrún Dalía Salómonsdóttir
Sunnudaginn 30. nóvember kl. 13:30
Óvænt svörun
Cauda Collective
Sunnudaginn 26. janúar kl. 13:30
Ég heyri þig hugsa
Skúli Sverrisson, Ólöf Arnalds & Davíð Þór
Sunnudaginn 23. febrúar kl. 13:30
Tímans kviða
Píanókvartettinn Negla
Sunnudaginn 30. mars kl. 13:30
Í draumheimum
Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir og Eva Þyri Hilmarsdóttir
Sunnudaginn 27. apríl kl. 13:30
Mánasilfur
Björg Brjánsdóttir, Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir og Richard Schwennicke
Sunnudaginn 18. maí kl. 13:30
Vistarverur
KIMI tríó
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Salurinn Tónlistarhús, Hamraborg 6, 200 Kópavogsbær, Ísland,Kópavogur, Kopavogur, Iceland

Sharing is Caring:

More Events in Kopavogur

Haltu m\u00e9r \u2013 slepptu m\u00e9r | T\u00f6lvuleikir og t\u00f6lvuleikjanotkun ungmenna
Tue, 01 Apr, 2025 at 08:00 pm Haltu mér – slepptu mér | Tölvuleikir og tölvuleikjanotkun ungmenna

Hamraborg 6a, 200 Kópavogur, Iceland

Gu\u00f0r\u00fan Gunnars - Skandinavia
Thu, 03 Apr, 2025 at 08:00 pm Guðrún Gunnars - Skandinavia

Hamraborg 6, 200 Kópavogur, Iceland

Kennaran\u00e1m \u00ed st\u00f3laj\u00f3ga
Sat, 05 Apr, 2025 at 09:00 am Kennaranám í stólajóga

Heillandi hugur - Fræðslu og heilsusetur

Stef\u00e1n Hilmarsson | Af fingrum fram \u00ed 15 \u00e1r
Thu, 10 Apr, 2025 at 08:30 pm Stefán Hilmarsson | Af fingrum fram í 15 ár

Salurinn Tónlistarhús

AUKAT\u00d3NLEIKAR Stef\u00e1n Hilmarsson | Af fingrum fram \u00ed 15 \u00e1r
Fri, 11 Apr, 2025 at 08:30 pm AUKATÓNLEIKAR Stefán Hilmarsson | Af fingrum fram í 15 ár

Salurinn Tónlistarhús

Fari\u00f0 yfir ferilinn
Sat, 12 Apr, 2025 at 08:30 pm Farið yfir ferilinn

Hamraborg 6, 200 Kópavogur, Iceland

Kopavogur is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Kopavogur Events