Advertisement
Guja Sandholt og Matthildur Anna Gísladóttir flytja ljóðaflokkinn Sea Pictures Op. 37 eftir Edward Elgar á lokatónlistarnæringu starfsársins. Flokkurinn samanstendur af 5 söngljóðum eftir jafnmörg ljóðskáld og er eitt þekktasta verk Elgars. Öll fjalla ljóðin með einum eða öðrum þætti um sjóinn og áheyrendur geta séð ólíkar og fjölbreyttar myndir af honum í gegnum tónlistina. Þannig koma fegurð, freistingar, trú, tákn og ástin við sögu og lætur engan ósnortinn.Guja og Matthildur kynntust á barnsaldri í Tónmenntaskólanum í Reykjavík og hafa komið víða fram saman hérlendis og í Englandi, Austurríki og Svíþjóð.
Aðgangur er ókeypis og öll velkomin á síðustu tónleika í tónleikaröðinni Tónlistarnæring á vorönn.
Advertisement
Event Venue & Nearby Stays
Tónlistarskóli Garðabæjar, Kirkjulundi 11,Garðabær, Kopavogur, Iceland