#Égkýs hagsmuni ungs fólks: Kosningafundur yngri kynslóða

Sat Nov 16 2024 at 02:00 pm to 04:00 pm UTC+00:00

Thorvaldsensstræti 2, 101 Reykjavíkurborg, Ísland | Reykjavík

Landssamband ungmennaf\u00e9laga \/ National Youth Council of Iceland
Publisher/HostLandssamband ungmennafélaga / National Youth Council of Iceland
#\u00c9gk\u00fds hagsmuni ungs f\u00f3lks: Kosningafundur yngri kynsl\u00f3\u00f0a
Advertisement
Landssamband ungmennafélaga (LUF) í samstarfi við Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) og aðildarfélög sín, bjóða til kosningafundar ungs fólks með forystufólki stjórnmálaflokkanna og ungliðahreyfinga þeirra.
Fundurinn fer fram undir yfirskriftinni „#ÉgKýs hagsmuni ungs fólks“ og er ætlað að vera helsti vettvangur ungs fólks til að kynna sér stefnumál flokkanna og afstöðu frambjóðenda til áherslumála yngri kynslóða. Fundurinn verður haldinn í Sjálfsstæðissalnum við Austurvöll og hefst kl. 14:00 þann 16. nóvember.
Með kosningafundinum verður lýðræðisherferðinni og átaksverkefninu #ÉgKýs ýtt úr vör í aðdraganda skuggakosninga sem fram fara í öllum framhaldsskólum landsins þann 21. nóvember og alþingiskosninga þann 30. nóvember. Markmið #ÉgKýs verkefnisins er að efla lýðræðisvitund og hvetja ungt fólk til að kjósa eftir upplýstri ákvörðun í von um að kosningaþátttaka ungs fólks aukist. Kosningafundurinn er ein aðgerð af mörgum sem miðar að markmiðinu og er því liður í #ÉgKýs.
Fundarstjóri: Kristín Ólafsdóttir, fréttakona.
Í pallborði sitja eftirfarandi:
Forystufólk stjórnmálaflokkanna:
- Arnar Þór Jónsson, formaður Lýðræðisflokksins
- Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins
- Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
- Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar
- Sanna Magdalena Mörtudóttir, formaður Sósíalistaflokks Íslands
- Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins (óstaðfest)
- Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins
- Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna
- Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar
- Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata
Forystufólk ungliðahreyfinganna:
- Gabríel Ingimarsson, forseti Uppreisnar
- Gunnar Ásgrímsson, forseti Sambands ungra framsóknarmanna
- Jósúa Gabríel Davíðsson, forseti Ungra vinstri grænna
- Karl Héðinn Kristjánsson, forseti Roða - ungra sósíalista
- Lenya Rún Taha Karim, forseti Ungra Pírata
- Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, forseti Ungs jafnaðarfólks
- Viktor Pétur Finnsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna
Ungt fólk - fjölmennum og sýnum með því að málefni okkar eiga og verða að vera í forgrunni!
Frekari upplýsingar um fundinn veita Tinna Isebarn framkvæmdastjóri LUF ([email protected], s: 661-3634) og Eva Brá Önnudóttir varaforseti LUF ([email protected], s: 616-7468).
Lýðræðisverkefnið og upplýsingaherferðin #ÉgKýs er fjárstyrkt af forsætisráðuneytinu, mennta- og barnamálaráðuneytinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Advertisement

Event Venue & Nearby Stays

Thorvaldsensstræti 2, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Thorvaldsensstræti 2, 101 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland

Discover more events by tags:

Festivals in Reykjavík

Sharing is Caring:

More Events in Reykjavík

Dumb and Dumber - F\u00f6studagspart\u00eds\u00fdning!
Fri Nov 15 2024 at 09:00 pm Dumb and Dumber - Föstudagspartísýning!

Hverfisgata 54, 101 Reykjavík, Iceland

Torfi \u00e1 Reykjav\u00edk Dance Festival
Fri Nov 15 2024 at 10:30 pm Torfi á Reykjavík Dance Festival

IÐNÓ

Skilvirki lei\u00f0toginn - N\u00fdtt n\u00e1mskei\u00f0!
Sat Nov 16 2024 at 09:00 am Skilvirki leiðtoginn - Nýtt námskeið!

Samkennd Heilsusetur

I Am From Reykjavik
Sat Nov 16 2024 at 10:00 am I Am From Reykjavik

Reykjavik Iceland

Lei\u00f0ir til jafnr\u00e6\u00f0is \u00ed listum
Sat Nov 16 2024 at 10:00 am Leiðir til jafnræðis í listum

Norræna húsið The Nordic House

\u00d6ndun og T\u00f3nheilun me\u00f0 Berglindi og Bjarka 16 n\u00f3vember kl 18-21\ud83d\ude4f
Sat Nov 16 2024 at 06:00 pm Öndun og Tónheilun með Berglindi og Bjarka 16 nóvember kl 18-21🙏

Yoga Shala Reykjavík

GusGus | Arabian Horse | St\u00f3rt\u00f3nleikar \u00ed Eldborg
Sat Nov 16 2024 at 07:30 pm GusGus | Arabian Horse | Stórtónleikar í Eldborg

Harpa

D\u00faettar
Sat Nov 16 2024 at 08:00 pm Dúettar

Borgarleikhúsið

KROWNEST \/\/ ALBUM RELEASE SHOW
Sat Nov 16 2024 at 08:00 pm KROWNEST // ALBUM RELEASE SHOW

Bird RVK

Kham Meslien (FR), \u00d3l\u00f6f Arnalds og R\u00f3shildur \u00ed Fr\u00edkirkjunni
Sat Nov 16 2024 at 08:00 pm Kham Meslien (FR), Ólöf Arnalds og Róshildur í Fríkirkjunni

Fríkirkjan í Reykjavík

House of Revolution vol.6, "WONDERLAND"
Sat Nov 16 2024 at 09:00 pm House of Revolution vol.6, "WONDERLAND"

Þjóðleikhúskjallarinn

Reykjavík is Happening!

Never miss your favorite happenings again!

Explore Reykjavík Events